Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 36

Skírnir - 01.12.1907, Side 36
324 Jónas Hallgrímsson. og eðlilegar og tamdar af tignum anda. Aldrei neitt of eða van. Setningarnar eru stuttar að jafnaði og líða fram í léttstígum fylkingum eftir fallanda hugsanarinnar. I kvæðunum ganga oft dýrir hljómþræðir gegnum erindin. En hvaðan er runnin þessi fegurð og yndisþokki sem heillar hugann? Það er hvorttveggja ytra mark ætt- göfginnar. Hvert orð og hver setning Jónasar á ætt sína að rekja til þess sem íegurst er og tigulegast i tungu vorri. Þar er enginn bastarður, enginn uppskafningur. Enginn hefir betur sýnt það en Jónas að íslenzkan þarf ekki að blanda blóði við önnur mál til þess að yngja sig upp og verða vaxinn kröfum tímans í hverju sem er. Hún á nógan lífsþrótt í sjálfri sér. Gott dæmi þess er þýðing Jónasar á stjörnufræði Ursins. Stjörnufræðin er eflaust sú grein sem einna erfiðast hefir verið um að rita á íslenzku þá. En Jónas leikur sér að því. Málið á þýðingunni er svo þýtt og yndislegt að engan skyldi í fyrstu gruna, hvílíkur sægur þar er af nýjum orðum. Eg hefi til gamans skrifað hjá mér hátt á annað hundrað þessara nýyrða. Hér eru nokkur þeirra, gripin af handa- hófi: sjónarhorn, sólkyndlar, sverðbjarmi, Ijósvaki, sjónauki, sjónfœri, sjónarsvið, sjónarmunur (parallaxe), samhliði, breiðhorn, mjóhorn, klofalinur, sporbaugur, sporbaugsgeiri, fleygbogi (parabole), breiðbogi (hyberbole), sólnánd, sólfjœrð, Ijósvilla (aberration), rugg (nutation), hringskekkja (excen- tricitet), viðvik (vibration), staðvindar, eldvarp, sjálfbjartur. Eins og þessi dæmi sanna hefir hann ýmist tekið orð sem til voru í málinu og fengið þeim nýja merkingu, eða hann setur saman ný orð svo eðlileg og blátt áfram að mann furðar mest hvers vegna þau hafa ekki verið til í þúsund ár. Um nýyrðin sín segir hann í formálanum meðal annars: »Ég vonast einnig eftir að önnur betri komi bráðum í stað sumra þeirra, og að þessi litla fjárgata, er eg nú hefi lagt, verði með tímalengdinni að breiðum og ruddum þjóðvegi«.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.