Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 38

Skírnir - 01.12.1907, Side 38
Völuspá. Meðal hinna svo nefndu eddukvæða er Völuspá eitt- hvert hið langmerkasta sakir efnis síns; en hitt er engu síður kunnugt, að það kvæði hefir þótt mjög torskilið, og hafa margir reynt sig á því og ekki öllum tekist jafnvel. Einn þeirra, sem bezt hafa skýrt kvæðið á hinum síðari tímum, var hinn þýzki málfræðingur Karl Míillen- h o f f (d. 1883) í fornfræðabók sinni hinni miklu, fimta bindi. Þá skýringu má efalaust telja einna bezta og þó er hún ekki laus við að vei’a. kreddukend á ýmsan hátt, einkum að því er sundurliðun kvæðisins snertir og skift- ingu í kafla með ákveðnum vísnafjölda, og eins að hinu, að hann áleit að kvæðið væri til óskert, að mestu að minsta kosti. En það er næsta hæpið að svo sé. Hins vegar hafði Múllenhoff að mestu á réttu að standa, þar sem um innskotsvísur var að ræða, og sýndi hann mjög skarplega fram á alt, er að þessu laut. Vér fylgjum hon- um og alveg í því, að telja kvæðið heiðið og ort af heiðn- um manni. I þessari grein mun eg ekki fara í neinar orðadeilur við einn eða annan, heldur skýra umsvifalaust kvæðið, eins og eg þykist nú skilja það. Fyrst er að gera sér ljóst afstöðu völunnar og til- heyrenda hennar. Þeir eru bæði guðir og menn (1. v. helgar kindir = guðirnir; völvan ávarpar Óðin hér; íueg- ir Heimdallar = hinar ýmsu stéttir manna; sbr. Rígsþulu). Hún segir, að það sé vilji Óðins, að hún segi spár sínar, og hún lætur í ljós (í 27. og 28 v.) hvenær hann hafi skorað á sig að birta þær. En er völvan lífs eða vakin upp af dauða, nú er hún talar? Þeir, sem halda því fram,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.