Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.12.1907, Qupperneq 39

Skírnir - 01.12.1907, Qupperneq 39
Völuspá. 327 að h o n í síðasta vo. kvæðisins (»nú mun hon sökkvask«) sé rétt, gera ráð fyrir því að völvan sé dauð og vakin upp (eins og völvan í Baldrs draumum). Hefði þá líklega Oðinn átt að vekja hana upp. En móti þessu er margt. Fyrst er það, að eðlilegast verður að skilja 27. og 28. v. :Svo, sem í þeim liggi áskorun Oðins að birta það sem völvan viti og hafi séð, og jafn eðlilegt, að hún geri það þegar í stað. I öðru lagi verður síðasta vísan óeðlileg og torskilin, svo að segja efnislaus, þar sem hún stendur, ef h o n væri rétt. Enn má segja, að það sé í beztu og fylstu samræmi við þær hugmyndir, sem annars koma fram um völur í fornum sögnum, að gera ráð fyrir því, að völvan sé lifandi; í þeim er ætíð um lifandi völur að ræða. Völvan kveður sér hljóðs bæði guði og menn, sem .saman eru komnir. Að menn séu hér saman við guðina, -eða að skáldið hugsi sér það, má að vísu þykja furðan- legt í fljótu bragði; en hins ber þó að gæta, að guðir og menn heyra saman svo að segja sem eitt lið; guðir eru verjendur manna, og það sem völvan vildi sagt hafa, .snertir jafnmikið hvoratveggju. Þar að auki er bústaður manna og guða sameiginlegur, Miðgarður (og Asgarður i honum miðjum). Völvan innir þegar orsökina til, að hún er þar stödd sem hún er, þá, að hún er kvödd til þess af Óðni. Þar með þykist hún mega gera ráð fyrir því, að henni verði trúað; þar að auk er ef til vill hugsun sú undir niðri, að einmitt þess vegna sé hún sjálf friðheil- ög og eigi að geta flutt spá sína, þótt ljót verði i sumu, án þess að eiga- illa meðferð í vændum, eins og stundum átti sér stað með völur. Þá minnist hún þess (í 2. v.) hve gömul hún sé og hvað hún muni langt aftur; hún man hina elztu jötna og þá tíð, er Yggdrasilsaskur lá sem frækorn í jörðu. Hún lýsir allra elztu tímum (í 3. v.) •er Ymir lifði, hinn fyrsti jötun þess kyns, og þá eflaust líka þeim tímum, er hinir elztu niðjar hans lifðu (sbr. Vafþr.- mál); en þá var engin »jörð« til, og er þar átt við þá jörð, sem guðir og menn bygðu síðar, þ. e. Miðgarð, en Jöt-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.