Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 41

Skírnir - 01.12.1907, Page 41
Voluspá. 32T liður í hinni sífeldu baráttu, sem upp frá þessu stendur meðal jötna og guða. Þessi fjandskapur og barátta er sá þ r á ð u r, er gengur um alt kvæðið, eins og sýnt mun verða. Tilgangi sínum ná jötnar ekki til fulls, því að þótt einstaklingarnir deyi, deyr ekki mannk y n i ð. Hvort sem þessi skilningur er réttur eða ekki, hljóta meyjarnar að vera einhver óhappa- og óheillasending frá jötnum. Hið næsta atriði, sem völvan nefnir, er dráp Gull- veigar eða Heiðar, öðru nafni, sem þó lifnar og lifnar alt af, hvað oft sem hún er tekin af lifi. Þetta dráp er kallað hið »fyrsta folkvíg«, og merkir það orð hér vígr er snertir þjóðir eða mannfélög, og er auðséð af öllu því, sem eftir fer, að þar er átt við goðin annars vegar og vani hins vegar; vanir eru nefndir án þess völvan geri grein fyrir þeim, og er það alveg sama sem átti sér stað með Borssyni í 4. v. GuIIveig-Heiðr kemur frá vönum; vanir voru seiðmenn (sbr. lýsingu Snorra í Heimskringlu), en seiður var hin versta og ljótasta tegund galdra. Heiðr er seiðkona, sem tryllir hugi manna og er fögnuður allra illra kvenna (21. v.). Oðinn (eða æsir) vilja ekki þola þann óskunda, sem hún vekur, og fara því með liana,- svo sem kvæðið getur. Sumir (Mhoff) halda og, að nafnið Gollveig (= gullkraftnr) bendi til þess, að Heiðr sé ímynd gullsins, sem vanir, er voru verzlunarmenn, dreifðu meðal manna, og þar með hinna illu afieiðinga af því, fégirni, nízku, og allri þeirri bölvun, sem þar af hafl stafað, en þetta þykir mér nokkuð langsótt og ekki vel eðlilegt, enda óþarft til fullrar skýringar á því, sem hér er aðalatriðið. Guðirnir ráðgast um, hvort þeir skyldu bíða tjónið (gjalda afráð), verða fyrir hallanum og láta á sig ganga (fyrir dráp hennar), eða »eiga gildi«, taka gjöld fyrir allan óskundann. Völvan segir ekki berum orðum hver niðurstaðan varð, en áframhaldið sýnir, að ásum og vönum kom ekki saman. Ofriðurinn hófst. Oðinn skýt- ur geir sínum og vigir fjendur sina dauðanum, en það- kemur fyrir ekki; vanir eru þeim máttugri og brjóta jafn-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.