Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 42

Skírnir - 01.12.1907, Side 42
3:;o Yöluspá. vel niður borgarveggi ása. Þetta er kallað »folkvíg«, þ. ■e. bardagi raeðal þjóða eða þjóðfiokka. Nú er aftur hlaup í frásögninni, og má vel vera að eitthvaö séhértýnt úr kvæðinu, en Snorri bjargar málinu með frásögn sinni í eddu. Um sætt ása og vana er hér ekki talað, og vel má vera, að höf. hafi ekki álitið þess þurfa að tala um hana. Þess var getið, að borgarveggur ása var brotinn, og þurftu þeir að smíða sér annan og helzt veigameiri en hinn fyrri hafði reynst. Og nú hvggja jötnar sér til hreyflngs með fjörráð við guði og menn. Það er ö n n u r tilraunin. Þeir gera út einn sinna manna í gervi smiðs (borgarsmiðs) og býðst hann til að smíða nýja borg úr grjóti, e f hann fái Freyju, sól og mána að launum; guðirnir ganga að þessu — eftir ráðum Loka — með því skilyrði, að borgin skyldi fullbúin á einum vetri; þeir hugðu að það væri ómögulegt verk, en svo íor, að út fyrir leit, sem það myndi vei’ða, og þá voru góð ráð dýr. Að missa Freyju, ástargyðjuna, að missa sól og mána, ljósið og ylinn, sem öllu gaf líf og vöxt — það var ekkert annað en algjör dauði og tortím- ing. Slíkt mátti ekki eiga sér stað. Qoðin verða smeik og þau ganga á ráðstefnu; þá tekur kvæðið við (24. v.); skilning Snorra á henni er eflaust rétt; þau ráðgast um, hver hefði ráðið til að »spilla loftinu, með því að taka þaðan sól og mána« og selja Freyju í jötna hendur. Snorri fyllir aftur söguna, sem hér er hlaupið yflr. Aðal- atriðið að eins er hér tekið fram (25. v.), að Þór kemur og drepur smiðinn þvert ofan í alla máldaga og eiða; hann og goðin gera sig öll s e k í eiðrofl svo sem breyzk- ir menn, og það hlýtur að hafa illar afleiðingar. Þetta er stórt skref áfram á brautinni að tortímingu, undanfari og boði sjálfs ragnarökrs og ein aðalorsökin. Nú hefst nýr kafli í spánni. Völvan segist vita, að »hljóð« þ. e. horn Heimdallar hafl verið fólgið — auðvitað af Oðni — undir Yggdrasils .aski (og hún lýsir nú viðnum), og við söguna um þetta mikilvæga atriði hnýtir hún hinu alvarlega og efnisþunga

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.