Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 51

Skírnir - 01.12.1907, Side 51
Yöluspá. 339 sem komi o f a n að; það er þessi vísa, sem ber auðsjáan- lega kristilegan blæ og á vafalaust við Krist og dómsdag]. Þá er síðasta vísan, sú 65. Með 64. v. er völvan eiginlega búin með alt efnið. Það getur ekki náð lengra. Það sem i 65. v. stendur getur ekki staðið í neinu sam- bandi við síðasta kaflann. En það er eins og völvunni verði, um leið og hún talar, litið til hliðar — og þá sér hún Níðhögg koma fljúgandi með lik; þaö er hinn dimm- gljáandi dreki neðan frá Níðafjöllum, þ. e. dimmum fjöll- um (af n i ð, i niðamyrkur t. d.), en »neðan« sýnir, að fjöllin eru hugsuð niðrí djúpi; samkv. 38. v. sýgur Nið- höggur náina á Náströndu, sem er langt móti norðri og sjálfsagt »norður og niður«, eins og bústaður Heljar; samkv. 65. v. sækir drekinn líkin sjálfur — liér er víst að eins um einhverja tegund ódæðismanna að tala. Völvan sér hann þá og lýsir honum, en bætir við: »nú, þ. e. nú þegar það alt á sér stað sem eg hef að síðustu lýst, mun h a n n sökkvast«, þ. e. fara niður og koma aldrei upp aftur — aftur mótsetning milli hins fyrra og síðara ástands. »Hann« er leiðrétting fyrir »hon«, sem handrit- in hafa, en sambandið sýnir glögt, að »hon« er rangt. Ef það væri rétt, væri það völvan, sem átt væri við og væri hún þá vakin upp (sbr. það sem fyrr segir); en hver verður þá hugsunin í öllu liinu? Það verður ekki séð annað en að það standi alveg marklaust og fyrir utan alt samband. Hvernig stendur á því, ef völvan segði; »Nú sé eg Níðhögg og þess vegna verð e g að sökkvast«„ Það væri undarlegt orsakarsamband. Nei, völvan sekkur (e f hún sekkur), af því að hún er búin, efnið tæmt til fulls og lmn búin að gera skyldu sína. Allir erflðleikar hverfa, og alt verður glögt og skilmerkilegt, efninu sam- boðið, ef lesið er »hann«. Síðasta vo. tekur þá upp svo stutt og kjarnyrt höfuðatriðið í öllum siðasta þætti kvæð- isins. Þ a ð er samboðið skáldinu og efninu. Svo framarlega sem þessi skýring á efni völuspáar er nærri lagi, — og í aðalatriðunum mun hún vera það —, 22*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.