Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 54

Skírnir - 01.12.1907, Side 54
Ágrip af sögu kvenréttmdahreyíingarmnar. Eftir Bríet B.taknhkðinhdóttur. Kvenréttindahreyfingin er skilgetið barn stjórnar- byltingarinnar á Frakkiandi um 1790, og eðlilegt áfram- hald af jafnaðar- og mannréttindakenningum 18. aldar- innar. Frönsk kona, Olympe de Gauge, svaraði mannréttindayfirlýsingu þjóðfundarins franska með því að heimta sömu réttindi til handa konum, og hafði fjöldi franskra kvenna skrifað undir skjalið. En stjórnarbylt- ingamennirnir frönsku gátu ekki skilið, að almenn mann- réttindi ættu að ná til kvennanna. Svo að þessi hreyf- ing kafnaði þegar í fæðingunni. Um sömu mundir var kona nokkur á Englandi, M a r y Wallstonecraft, sem var hrifin af þessum sömu hugsjónum. 1787 ritaði hún bók »um uppeldi dætra vorra«, 1790 aðra um mannréttindi, og 1793 ritaði hún »um kvenréttindi«, og vakti sú bók mikla eftirtekt. I A m e r í k u var góður jarðvegur fyrir slíkar kenn- ingar. Það gat naumast farið hjá því, að sjálfstæðisyfir- lýsing Bandaríkjanna hefði áhrif á konurnar, og að frelsis- stríð þjóðarinnar vektihjá þeim óskir um sömu réttindi þeim til handa eins og hinni helft þjóðarinnar. En þó er það ekki fyr en eftir 1830, þegar byrjað var að rita og ræða um frelsi þræla og bindindismálin, sem þær fara fyrir alvöru að bera sín réttindi saman við réttindi karlmannanna, og

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.