Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 55

Skírnir - 01.12.1907, Side 55
Agrip af sögu kvenréttindahreyfingarinnar. 343 taka að sér málstað þrælanna, sem sameiginlegan fyrir J>ær að mörgu leyti. I 16 ár börðust allar merkustu konur Bandaríkjanna fyrir t'relsi þræla, bindindismálum og öðrum þjóðmálum, við hlið karlmannanna. Má þar fyrst nefna H a r r i e t Becker Stowe, höfundinn að hinni frægu skáldsögu: »Kofi Tómasar frænda«; sýndi það rit betur en nokkurt annað meðferðina á þrælunum. Systurnar S a r a h og Angelina Grimke voru orðlagðar fyrir ritsnild og mælsku. Enn má geta þeirra L u c r e t i u M o 11, ein- h verrar hinnar merkustu konu þeirra tíma, Lucy Stone og Elizabeth Cady Stanton, sem stofnaði fyrsta kjörréttindafélag kvenna, í Seneca Falls 1848, og var aðalforgöngukona kvem’éttindabaráttunnar í Ameríku um 50 ár, ásamt Susan B. Antony, sem var samverka- kona hennar og tók við forustunni af henni, þegar hún dó. Eftir að þrælarnir höfðu fengið frelsi og farið var að berjast fyrir þvi að þeir fengju sömu pólitísku réttindi og hvítir menn, þá gerðu konurnar sér von um, að þeim yrði gert jafnhátt undir höfði. En þrátt fyrir það að þær höfðu barist fyrir þessum réttindum handa hvorum tveggja, þá var þeim bolað frá. Þá sáu þær, að þær máttu ekki gefa sig við flokksmálum meðan þær sjálfar höfðu ekki stjórnmálaleg réttindi. Þeim yrði jaf'nan ýtt burtu, og liðveizla þeirra einskis metin, þegar menn þyrftu ekki lengur á henni að halda; þær yrðu sjálfar að taka sín eigin mál á dagskrá, og fylgja þeim einum flokkum að málum, sem gæfu þeirn bezta tryggíngu fyrir áreiðanlegri hjálp og samvinnu, þar til þær hefðu náð pólitísku jafn- rétti. Þetta hefir síðan verið meginregla. flestra kvenrétt- indafélaga heimsins. Hún er bygð á þeirri dýrkeyptu reynslu, að enginn er annars bróðir í l'eik, og að réttlausir menn (og konur) verða. að gera sér alt að góðú, sem vald- höfunum þóknast að bjóða. Þótt amerískár konur fengju ekki pólitísk réttindi 1866, þá hefir þó barátta þeirra borið mikinn ávöxt, bæði íyrir þær sjálfar og allar konur hins mentaða heims

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.