Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 59

Skírnir - 01.12.1907, Page 59
Agrip af sögu kvenréttindalireyfingarinnar. 347 þýðu hafa þær veitt fylgi sitt, og koraið fram fjölmörgum umbótum í þá stefnu. Þær hafa. rutt sér braut að em- hættum og atvinnugreinum til jafns við karlmenn, með sörnu launum, og fá þær þann orðstír af karlmönnunum, að þær bæti félagslífið, og hafi þjóðfélagið að öllu unnið við að þær taki þátt í landsmálum og landsstjórn, því þær séu vandari að heiðarleik þingmannanna; við það hafi þingið stórum batnað. Þær sýni alvarlegri áhuga á öllum almennum velferðarmálum, og heirnti meiri h e i ð- a r 1 e i k af embættismönnum, en karlmennirnir hafi gert áður. Yfir höfuð hafi réttindin þroskað þær og gert þær færari til að standa vel í hvaða stöðu sem er. E n g 1 a n d. Þar hafa k. nur lengi haft kosningar- rétt og kjörgengi í sveita- og safnaðarmálum. Einkum hafa stóreignakonur lengi átt þeim réttindum að fagna. En ekki hafa konur notað sér kjörgengið fyr en nú á síðustu árum lítið eitt. Nú sem stendur eru einar tvær konur í borgarstjórn Lundúna. Á Englandi hafa konur að vísu jafnrétti við karla í ýmsum greinum. En hvarvetna reka þær sig á tak- mörkin. Þær mega t. d. læra við háskólana og taka em- bættispróf þaðan. En þótt þær taki próf'með beztu eink unn, þá öðlast þær ekki þá titla eða þau háskólaréttindi, sem karlmenn njóta, enda þótt próf þeirra séu lakari. Konur hafa aðgang að ýmsum sýslunum og störfum á Bretlandi, en ekki að embættum ríkisins. Við liáskól- ann í Cambridge hafa konur nú á síðustu ármn tekið beztu prófin í ýmsum vísindagreinum, t. d. í siðfræði, læknisfræði, nýju málunum, náttúruvisindum og forn- málunum. Þó hefir enginn þeirra hlotið titilinn »B. A.«, sem fjöldi manna fær. Ekki einu sinni Miss Fawcett, 1890, sem fekk þó nærfelt hæstu einkunn, sem gefin liefir verið við háskólann, og síðan hefir komist að bókavarðar- stöðu við háskólabókasafnið með 18000 króna árslaunum. Ekki hafa brezkar konur stjórnarfarsleg réttindi, þótt nokkrum sinnum hafi frumvörp um það efni verið flutt í neðri málstofu þingsins. I fyrsta sinn flutti Johií Stuart

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.