Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 61

Skírnir - 01.12.1907, Side 61
Agrip af sögu kvenréttindahreyfingarinnar. 349 kormr pólitískan kosningarrétt. Og 1892 fengu allar kon- ur sem gjakla skatt sömu réttindi. 11 a 1 í a, sem um langan aldur var vagga allrar menningar heimsins, og hefir enn þá að geyma. þau auð- sefi listanna, sem allar þjóðir dást að, veitti líka dætrum sínum snemma á öldum mjög mikil stjórnarfarsleg og horgaraleg réttindi. Margar konur þeirra tíma urðu frægar fyrir lærdóm og vísindi. Það lítur þó út fyrir, að ítalsk- ar konur hafi um hríð mist þessi réttindi. Á 12. og 13. ■öld hafa þær þó enn aðgang að háskólum. En 1377 gaf háskólastjórnin í Bologna út yfirlýsingu um bann gegn því að konur fengju þar inntöku, »af því djöfullinn hefði tælt konuna tii syndar, og konan væri þannig upphaf alls ills í heiminum*. Nfi er aftur risin mjög mikil kvenréttindahreyfing á Italíu. I Róm eru allir flokkar henni meðmæltir. — Þegar ítölsk kona giftist missir hún allan erfðarétt, en þó getur hún fengið hann aftur, ef hún verður ekkja. Giftist ítölsk kona útlendingi, missir hún þjóðernisrétt sinn, og hins vegar öðlast útlend kona, sem giftist ítölskum manni, ítalskan þjóðernisrétt. Konan er skyld að fylgja manni sínum hvert á land og jafnvel í hverja heimsálfu sem hann vill. Árið 1888 fengu ítalskar konur með lögum rétt til að sitja í fátækrastjórnum og í verzlunarráðinu. Þær máttu hafa sérstakar undirskrifstofur, en hærra gátu þær ekki komist. Konur eru þar kennarar bæði við alþýðuskóla ■og æðri skóla og prófessorar við háskólana. Nú er verið alment að hækka laun kvenna við alþýðuskólana. Sömu- leiðis eru konur við verzlanir, spítala o. s. frv. Árið 1904 sendi kvennaráðið í Róm áskorun um póli- tískan kosningarrétt kvenna til þingsins; það samþykti þingsályktun í málinu, er var því mjög hliðholl. — Kven- réttindafélög rísa þar upp í öllum helztu borgum, og allir Suður-Italir sýnast vera. málinu hlyntir. Jafnvel klerka- flokkurinn heflr tjáð sig þvi meðmæltan. Ýmsir prófessorar skýra lögin þannig, að ítalskar konur hafi enn þá full

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.