Skírnir - 01.12.1907, Síða 62
350
Agrip af sögu kvenréttindahreyfingarinnar.
pólitísk réttindi. Margir þingmanna ljá því og t'ylgi sitt.
A Norður-ítaliu er kvenréttindamálið tiokksmál, og t'ylgja.
því jafnaðarmenn og aðrir framfaramenn á þingi.
Austurríki. Þar halda konur því fram að þær
krefjist einungis þess réttar, sem þær hafi verið sviftar.
Fyrir nokkrum áratugum voru það lög, að allar konur,
sem voru jarðeigendur eða verzlunarumboðsmenn hefðu
pólitískan kosningarrétt. Þessum rétti voru þær sviftar
með lögum 1905, er veitti öllum karlmönnum almennan
kosningarrétt. Þessi lög banna útlendingum, námumönn-
um og konum allan pólitískan félagsskap og fundahöld.
Þetta hefir vakið mikla óánægju og »agitation« fyrir rétt-
indum kvenna. Konur hafa tekið höndum saman við
jafnaðarmenn og fiuttu þeir á siðasta þingi frumvarp um
almennan kosningarrétt handa öllum körlum og konurn, 21
árs og þar yfir, með þeirri varatillögu, að allir, jafnt karl-
ar sem konur, er væru 30 ára og hefðu dvalið 3 ár i
ríkinu fengju almennan kosningarrétt.
Ungver jaiand. Þar eru kvenréttindafélög óðum
að komast á fót. Árið 1903 var flutt á þinginu frumvarp
um alinennan kosningarrétt. Konur gjörðu samtök við
frjálslyndari fiokkinn, og írumvarpið átti að gilda bæði
fyrir konur og karla. Alt var gert til að tryggja sér
almenningsálitið og fylgi blaðanna. En smámsaman dofn-
aði áhugi karlmannanna á að halda málinu til streitu, og
að lokum strikuðu þeir konurnar út úr frumvarpinu, þeg-
ar þær höfðu unnið með alt sem unnið varð karlmönnun-
um til gagns að því sinni. Við þetta hefir áhugi kvenna
aukist, ogþær hafa gert alt sem í þeirra valdi stóð til að
vekja almennan áhuga á þessu máli, með f'yrirlestrum,
fundahöldum, flugritum, blaðagreinum o. s. frv.
H o 11 a n d. Hollenzkar konur höfðu kosningarrétt i
öllum sveita og safnaðarmálum fram að 1887, er þau rétt-
indi voru afnumin. Nú hafa þær aðgang að skólum eins
og karlmenn og ýmsum nefndum, en engan kosningarrétt.
Kvenréttindafélög eru að myndast þar, fyrir forgöngu frú
dr. A 1 e 11 u J a k o b s, en fremur lítið hafa þau að hafst