Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 66

Skírnir - 01.12.1907, Page 66
854 Agrip af sögu kvenréttindahreyfingarmnar, 20,000 meðlimi. Félagsdeildirnar eru á annað hundrað. Síðastliðin missiri hafa þessi mál aftur verið tekin upp. En svo var dúman rofln í annað sinn, eins og menn vita. En — einhvern tíma birtir líka af degi vflr Rússlandi! F i n n 1 a n d. Þar eru bjartari timar bæði fyrir kon- um og körlum. Eins og menn vita fengu finskar konur alment pólitísk réttindi 29. maí 1906, þ. e. hver fullveðja kona með óskertu mannorði, sem sjálfbjarga er og greið- ir 70 aura í skatt. 1863 fengu þær atkvæðisrétt í sveita-r sókna- og skólamálum utan bæja, og 1872 í borgunum. Við kosningarnar i vetur 15.—16. marz voru 19 konur kosnar á þing. Mjög vel er látið af frammistöðu þeirra. Stéttarbræður þeirra, hinir þingmennirnir, kjósa þær í alls konar nefndir, jafnvel stundum fyrir formenn, og hafa leiðbeint þeim með ráðum og dáð í öllu, sem þær hafa þurft með. Auðvitað fylgjast þær að málum með þeim pólitísku tlokkum, er þær tilheyra. Þó skrítið sé hafa flnskar konur ekki enn þá kjörgengi í sveita- og safnaðamálum. S v í þ j ó ð. Þar er ef til vill unnið af meira kappi fyrir kosningarrétti kvenna en yiruiars staðar á Norður- löndum. Frumvörp um það mál hafa verið borin upp í ríkisdeginum 1884, 1899,1902, 1904, 1905 og 1906. Kosn- ingarréttarfélögin eru urn 110, og öll í sambandi livert við annað. Þau gengust fyrir undirskriftum kvenna undir áskorun til þingsins 1906 um pólitískan kosningarrétt kvenna, og rituðu 242,000 konur nöfn sín undir áskorun- ina. Málið féll þó í efrideild þingsins. Konungur heflr tjáð sig málinu hlyntan, en ráðleggur kvenfólkinu að »bíða« með þolinmæði. I Svíþjóð hafa konur ágæta skóla, og er þeim heim- ilt að ganga á háskólana og taka embættispróf þaðan. Margar konur eru þar doktorar bæði i lögum, málfræði og læknisfræði. Ekki eru samskólar þar almennir; þó eru þeir að kamast á fót. Ýms mikilsverð embætti hafa konur þar á hendi. — Erfðarétt til jafns við karlmenn fengu þær þar löngu á undan konum annars staðar á Noi’ð-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.