Skírnir - 01.12.1907, Page 72
Upptök mannkynsins,
Að fræða! Hver mun liirða hér mn fræðil
Beimskinginn gjörir sig að vanaþræl.
Jörðin er eins og menn vita afspringur sólarinnar,.
og var í fyrstu sjálf eins og dálítil sól; skínandi af eigin
eldi slöngdist hún hringbraut sína. Um þúsundir þúsunda
af árum fór þessu fram, en jafnt og þétt geislaðist hitinn
út í kaldan geiminn og smámsaman dró fölskva yfir eld-
hvelið. Allan þennan tíma gat ekkert lifandi verið til á
jörðunni, og ekki fyr var þess kostur en yfirborð henn-
ar var kólnað langt niður úr suðuhita vatnsins.
Frumbýlingur lífsins á jörðunni mun hafa verið mjög
ófullkominn að gerð og óásjálegur, en þó leyndist með
honum framtíð alls lífs. Hver voru upptök hinnar fyrstu
lífsveru vita menn ekki. Sumir ætla, að hún hafi borizt
hingað á jörðina utan úr geimi, og farið þannig loftferð
meiri en nokkur af afkomendum liennar. Og væri líflð
þá að upphafi ekki jarðrænt. En þá verður enn sú spurn-
ing fyrir, hvar fyrst hafi komíð upp líf og hvernig. Sum-
ir hyggja að hið fyrsta foreldri lífsins á jörðunni hafi hér
»kviknað« eða verið skapað. Virðist sú tilgátan að lífíð
sé að uppliafí jarðrænt, öllu sennilegri. En eins og geta
má nærri verður ekkert um þetta vitað með vissu enn þá..
II.
Það voru merkileg tímamót í æfisögu jarðarinnar er
hún bar fyrst með sér líf á ferð sinni um geiminn. Og