Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 73

Skírnir - 01.12.1907, Page 73
361 Upptök jnannkynsins- það er svo langt síðan sá sögulegi viðburður gerðist, að árin skifta óefað hundruðum miljóna. A þessum eilífðartima tók jörðin mörgum og miklum breytingum. Steinskurnið hrukkaði og brast, og iðraliit- inn leitaði sér útrásar í ógurlegum gosum og eldfióðum. Fold sökk í mar og lönd lvftust úr sæ. Fjallgarðar risu upp og jöfnuðust við jörðu, hvað eftir annað. En í öllum þessum umbrotum gjörðist þó aldrei aleyðing lifsins á jörðunni; altaf komst eitthvað af. Og miklar breytíngar urðu á hinum lifandi verum; þær skiftust í tvær aðal- kynkvíslir, jurtir og dýr; og innan þessara ríkja æxlaðist umbreyttist og greindist í þúsundir þúsunda af liðum. I ótaldar miljónir ára var engin sú vera til er gerði sér neina grein fyrir því sem fram fór. Frumfýsnirnar voru alveg einvaldar, frekjan til fjörsins og til framhalds í nýjum kynslóðum. Og margt undarlegt óx upp úr skauti lífsins. I fyrstu hafði lífið alizt við hina líflausu náttúru, en þar varð breyting á er dýrin fóru að nærast á jurtum, og þó enn þá meiri er dýr fóru að éta dýr. Furðu geigvænleg og grimmileg rándýr risu upp, og minna sum á sporðdreka og flugdreka þjóðsagnanna. En svo tröilaukin sem þessi dýr voru að vexti og afli, þá leið þó alt það kyn undir lok er stundir liðu fram, og einmitt stærðin var það líklega ekki sízt, sem þeim varð að fjörtjóni1). II. Enn liðu langar aldir eftir að drekarnir miklu voru úr sögunni. Voru þeir skriðdýrakynjaðir, þó að ýmsir þeirra væru raunar fleygir sem ernir. Þá taka að magnast spendýrin og er af þeim mikil saga, sem hér verður ó- sögð að mestu. Svo var það eitt sinn, er alllangt var liðið á uppgangsöld spcndýra, að úr Hliðskjálf hefði mátt sjá undarlega skepnu á kreiki. Oburðugri var hún að’ ýmsu heldur en flest önnur spendýr, þar sem hún staul- *) Sjá ritgerðina Hreyfing og vöxtur í Tímariti Bókm.fél. 1901..

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.