Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 74

Skírnir - 01.12.1907, Side 74
Upptök mannkynsins. 362 aðist áfram og studdist við lurk eða spýtu einhverja. Eitthvað var augnaráð þessarar skepnu öðruvísi en ann- ara (lýra, ýmist óttafvllra eða ósvífnara. Enginn gat sagt, að þarna var hafinn undarlegasti og afbrigðilegasti þátturinn i lífssögu jarðarinnar; og ekki þessi skepna sjálf fremur en aðrar. Enginn grunur um framtíðina bjó í brjósti hennar þar sem hún átti fult í fangi með að hafa, ofan af fyrir sér, og undan óvinum sínum; en í henni bjó þó hin undarlegasta framtíð. IV. Kenningar þær sem nú var drepið á, hafa stutta ■stund uppi verið. Lengst af voru hugmyndir mannanna urn þessi efni helzt í áttina að þvi að vera barnalegar. Það er eðli barnsins, að hugsa skamt afturog skamt fram og í hugarheimi þess verða ekki miklar brevtingar. Barn- inu er t. a. m. ótamt að hugsa sér að foreldrar þess hafi nokkurn tíma verið börn; það liefir aldrei séð þá öðru- vísi en fullorðna, hefir aldrei séð börn fullorðnast. Dálítið svipað er mannkynið í heild sinni statt gagn- vart náttúrunni. Eldri kynslóðir gleymast svo sem aldrei hefðu þær til verið, en hver kynslóð á sér svo skamman aldur, að í manna minnum hafa ekki orðið mjög stórvægi- legar breytingar á landslagi: (Söm er hún Esja, satnur Keilir, eins eru fjöll og á Ingólfs dögum, segir B. Th.); heldur ekki á dýra eða jurtategundum. Aldrei hafa menn séð dúfu koma úr hrafnseggi eða eik upp af grast'ræi; al- drei hefir hestur fæðst af tík eða jafnvel af ösnu. Regl- an, hvað getur sér líkt virðist algild, að minnsta kosti um þær lifandi verur sem almenningi eru kunnar. Trúin á óbreytileik tegundanna er mjög skiljanleg og það þurfti eigi aðeins langa æfing hyggjuvitsins um marg- ar kynslóðir, heldur einnig alveg óvanalega. öfluga og sjálfstæða vitsmuni til þess að renna grun í að regla þessi gildir ekki um allan aldur, forfeður hesta hafa ekki frá .upphafi verið hestar, hundanna ekki hundar o. s. frv.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.