Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 76

Skírnir - 01.12.1907, Side 76
Upptök mannkynsins. 36L hugðu tegundir dýra og jurta hafa verið óumbreytanlegar,. eða því sem næst, frá því þær voru skapaðar í upphafi. En árið 1809 birtist bók ein er nefnist heimspeki dýrafræð- innar eftir mann þann er Lamarck hét (áherzlan á marck). Er bókin eitt hið ágætasta rit sem komið hefir út í náttúruvís- indum. Lamarkhélt því fram, að tegundirnar væru ekki frumskapaðar, heldur hefðu á löngum tírna jafnan komið fram nýjar dýrategundir, þannig að dýrin ummynduðust smátt og smátt eftir því hvernig þau beittu kröftum sínum. Eins og vant er að vera um einmitt þau vísindaaf- rek, sem frábærust eru, þá var riti þessu hvergi nærri sá gaumur gefinn sem það átti skilið. Því síður höfund- inum. Enginn hafði neitt veður af því að þarna var einn af hinum sjaldgæfustu brautryðjendum í andans heimi. Vizkumunurinn var meiri en svo á Lamarck og samverka- mönnum hans í vísindunum, að þeir gætu látið hann njóta sannmælis. Því að vér megum ekki ætla, að vér getum metið til íulls vitsmuni þeirra sem oss eru fremri í þeim efnum. Meðalmaður að viti getur ekki skilið það sem mikið fer fram úr meðalmanns viti. Það er því skiljanlegt, að frægð og virðingar, eftir því sem slíkt getur hlotnast náttúrufræðingi, fór mikið til fram hjá Lamarck og lenti hjá andstæðing hans Cuvier. Var Cuvier (Kyvie) að vísu atkvæðamað- ur i sinni grein og afkastamaður hinn mesti, en hvergi nærri annar eins afburðamaður að viti og Lamarck. Hann var aldrei svo langt á undan, að smámennið gæti ekki eygt hann. Cuvier kom fram með umbyltingakenn- inguna. Sagði hann að alt lifandi á jörðunni hefði með löngu millibili farist i ógurlegum umbrotum, en siðan verið sköpuð ný dýr og jurtir, með öðru lagi en áður. Menn hafa nefnilega fundið, að jörðin eins og geysimikill greftrunarstaður, sem geymir steingjörðar leifar þess lífs sem uppi var á löngu liðnum öldurn. Það er hægt að hugsa sér hverning t. a. m. skeljar grafast í leir sem sezt á sjávarbotninn þar sem þær hafast við. Og eins- fer um hvað eina það er sekkur þar sem vatns- eða sjáv- arbotn smámsaman hækkar af niðurborði sands eða leirs

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.