Skírnir - 01.12.1907, Page 81
Úpptök mannkynsíns. 369
hinni frægu siðalýsingu frá dögum Nerós, eftir Petronius).
Trimalchio vill láta geta þess sér til hróss á legsteini
sínum að hann hafi aldrei gefið neinn gaum vísiudamönn-
um eða heimspekingum.
Jeg þarf ekki hér að eyða orðum að því að skýra
mismun þann sem er á kenningum Lamarcks og Darwins.
Um Darwinskuna eru til ýmsar góðar ritgerðir á íslenzku,
en ritgerðin »hreyfing og vöxtur« (Tímarit 1904 bls. 27—
48) er rituð í anda Lamarcks fremur en Darwins.
Nokkur ártöl eru hér auðlærð; 1802 lét Lamarck
fyrst á prenti getið skoðana sinna um uppruna tegund-
anna; 1852 ritar Spencer stutta grein um allsherjar fram-
þróun; er ekki óliklegt að greinar þeirrar verði minst
1952 og jafnvel síðar, þó að hún sé ekki nema nokkrar
blaðsíður — ef ekki kemur yfir miðaldamyrkur aftur.
1809 kemur út dýrafræðisheimspeki Lamarcks — og
Darwin; hann fæddist það ár; 1859 kemur bók Dar-
wins »um uppruna tegundanna«, sú er svo mjög er fræg
orðin.
Darwin er hundrað sinnum ef ekki þúsund sinnum
nafnkunnari en Lamarck; það má segja að Darwin hafi
að nokkru leyti skorið upp þá frægð sem Lamarck hafði
til sáð, og mun hann þó ekki hafa verið Lamarcks
jafningi, svo ágætur maður sem hann var og ensk-
ur þjóðarsómi. En hvorugur þeirra var sérlega frægðar-
gjarn. Frægðin er slíkum mönnurn þá helzt nokkurs
virði ef hún er skilyrði fyrir því að þeir fái starfað að
rannsóknum sínum og heilaspuna. Það er þess háttar heila-
spuni, og þau öfl sem af honum stjórnast, sem munu um
breyta heiminum, og hefir þegar gjört, þó lítið sé enn hjá
því sem líklegt er að verða muni.
IX.
í bókinni um uppruna tegundanna var lítið minst á
uppruna mannkynsins; en seinna gaf Darwin út sérstakt
rit um þetta efni. Telur hann víst, að sama verði að
ganga.yfir mannkynið eins og aðrar líftegundir, og sé það
24