Skírnir - 01.12.1907, Síða 83
XJpptök mannkynsins.
371
getum alls engar líkur rakið til þess — að hinn fyrsti
maður hafi skapaður verið af mold eða leir, eða hvaða
steinefni sem vjer nú viljum hugsa oss. Mörgum þykir
eitthvað göfugra að vera að heita má beinlínis sprottinn
upp úr moldinni heldur en að eiga sjer mikla og marg-
liðaða iramætt af lifandi verum. Þessi tilfinning mun að
mestu vera sprottin af óljósri hugsun og á líklega fyrir
sjer að hverfa. Gætum að því, að frá næstu forfeðrum
vorum í dýraríkinu er niður að oss — eða upp að oss,
hvort sem þið viljið heldur — svo tugum þúsunda skiftir
af menskum ættliðum. Það er að minsta kosti þúsund
sinnum lengri ættleið [en skilur oss og fyrstu forfeður
vora á landi þessu. Mætti það vera meiri frændræknin
ef vjer ljetum oss svíða ávirðingar apanna, eða ófagurt
sköpulag.
XI.
Hvílík undrasaga er þessi saga lífsins á jörðinni.
Alt er í samhengi, þráðurinn óslitinn frá upphafi. En
hvað er það sem veldur hinni margvíslegu þáttaskiftingu
sem verður af breytingunum miklu á lifandi verum. Þar
er það nú einmitt, sem Lamarck virðist hafa sjeð dýpra
en Darwin, er hann lagði svo afarmikla áherzlu á við-
leitni líftegundanna til að laga sig eftir breyttu umhverfi.
En að vísu er þessi »lagni« mest ósjálfráð og óvita. Þó
að ræturnar að vitinu sjeu jafn gamlar lífinu og eldri, þá
er þó sjálft vitið svo nýtt í sögu jarðarinnar. Það kem-
ur eiginlega ekki að alvöru til sögunnar fyr en með
mannkyninu. Þessi nýjasta og vandasamasta smíð nátt-
úrunnar er líka mesti gallagripur, en þó er það þaðan
sem vjer væntum meiri umbreytinga á jörðunni og kjör-
um lífsins, en öll önnur dýr til samans hafa komið í
kring. Kötturinn lifir nú á dögum svipuðu lífi og fyrir
50000 árum. En maðurinn! Það er æði mikill munur.
Og það er vitið, þessi ögn af viti, oft villandi þó, sem
maðurinn hefir fram yfir köttinn, er öllum þessum undra-
breytingum hefir komið af stað.
24*