Skírnir - 01.12.1907, Síða 89
Erlend tíðindi.
377
anir ur'ðu að hætta að starfa. Bankar reyndu að draga að sér fé
af fremsta mætti, einkum gull austan um haf. Þeir fengu marga
tugi miljóna í dollurum frá stórbönkum hér í álfu. En fyrir það
tók von bráöara. Þeir, Norðurálfubankarnir, tóku það ráð til að
gera sig ekki ófæra, að þeir hækkuðu peningaleigu hjá sér upp úr
öllu valdi. Englandsbanki í Lundúnum tekur að jafnaði ekki nema
2—3 af hundr. í leign fyrir v/xillán, en setti nú upp fyrir þau 7
af hdr. Það hafði hann ekki gert meira en 30 ár. Aðrir bank-
ar komust enn hærra, þar á meðal höfuðbankinn á Þýzkalandi (í
Berlín) upp í 7x/2, og í Khöfn í 8V2.
Þessu iík almenn peningavandræði og bankahrun hafa ekki
orðið síðan 1873, en þar næst áður 1857. Og er fjarri því, að
enn muni vera séð fyrir endann á öllum þeim hrakförum og al-
mennri neyð, er þetta voða-áfall hefir í för með sér. Margir tugir
þúsunda verkmanual/ðs í stórborgum í Ameríku urðu atvinnnlaus-
ir undir veturinn, og full hálf miljón manna hafði flúið á skömm-
um tíma austur um haf úr Bandaríkjunum uudau atvinnuleysinu
þar.
Þó gera sér fiestir von um, að peningamarkaðurinn komist í
sæmilegt. lag aftur, er líður á vetur. En þar verður voðalegur val-
ur eftir.
Ekki er það að jafnaði með stórtíöindum talið, þótt þjóðhöfð-
ingjar fari kynnisför hver til annars. Það er yfirleitt kurteisi og
ekki annað. En það þóttu þó vera meira en meðaltíðindi, er V i 1-
hjálmur keisari þá á öndveröum vetri h e i m b o ð J á t-
varðar konungs frænda síns og hafði þar mánaðar dvöl, 11.
nóv. til 11. des. Þeir eru herkonungar mestir í heimi um vora
daga, og vita menn þann heimsbrest mestan verða mundu af vopna-
burði, ef þeim lenti saman eða þeirra ríkjum. En rígur mikill
þar í milli síðari árin, vegna sívaxandi iðnaðar samkepni og verzl-
unar, og þess annars, aö hvor vill vera öðrum meiri í vígbúnaði —
hafa þann geig hvor af öðrum, er stendur fyrir þvt, að hugsað
verði til að draga úr honum, svo æskilegt sem það mundi þykja
að öðrum kosti. Lítill eða enginn vafi mun á því leika, að friðin-
um unni þeir báðir af heilum hug, þessir heimsins voldugustu
þjóðhöfðingjar, ekki sízt vegna þess voðaböls og ógurlegra hrell-
inga, er yfir heiminn cjynur, ef þeim lendir saman. En þeir vita
sem er, hve undurlítið þarf út af að bera, að illa fari, er rígurinn er
magnaður undir meðal þegna þeirra. Fyrir því hafa hinir vitrari