Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 91

Skírnir - 01.12.1907, Side 91
Erlend tíðindi. 379 einræöi, aö þær gengn henni mjög svo í vil. Stjórnarsinnar á þingi urðu hátt upp í 200, af um 440, sem þingmenn eru nú alls, í stað 520 áður; á fyi'ra þinginu voru stjórnarliðar ekki nema um 70. Þá koma 160—170 miðflokksmenn, og loks ekki nema um 30 vinstrimenn, í stað meira en 200 áður. Hitt er ýmislegur samtín- ingur. Þing kom saman á öndverðum vetri. Stefna þess og starf fer eftir því, á hvora sveifina þeir hallast, miðflokksmetm, eða meiri hluti þeirra. Það er mæit, að ráðuneyti keisara, þeir Stolypiti og hans félagar, mundu helzt kjósa hóflegt framfarasnið á þinginu, líklega helzt til þess, að stjórninni verði betur til um peningalán en ella enn af n/ju; því um 350 milj. kr. synir fjárhagsáætlun hennar að vantar á að tekjur hrökkvi fyrir gjöldum. Það fó v e r ð- u r að útvega, og mun ekki auðhlaupið að því, svo torfengnir sem peningar eru nú alstaðar og rándýrir. Skýrslu hafði rússneskt blað birt i þingbyrjun um manntjón í róstum þeim og óeirðum, er gengið hafa á Rússlattdi síðustu miss- irin þrjú. Þar er tala fallinna manna og særðra látiti vera rúm 44 þús., en nær 2400 hafa verið líflátnir að yfirvalds ráðstöfun. Aðr- ir segja þær tölur muni vera helzti lágar. Fjarri er enn friði og kyrð í M a r o k k o. Soldátiar orðnir þar tveir og berjast um völdin. Það er hálfbróðir Abd-ul-Azis, er nokk- ur hluti ríkisins hefir tekið til höfðingja yfir sig. Sá heitir El-Hafid, og segja síðustu fréttir hinn lagðau á flótta og á náðir vina sititta Frakka. Yaudinn er sá um það mál, að gæta svo til, að eigi hljótist af vandræði eða missætti með drotnendum r/kja hér í álfu. N o r ð m e n n hafa mist í haust undatt styri hjá sér sinn mikla stjórnskörung, Miohelsen yfirráðgjafa, þann er mesta hlaut frægð fyrir viturleik og skörungsskap í skilnaðinum við Svía. Því olli heilsubrestur. Kristjaníubúar kvöddu hann með hinum mestu virktum og þakklætisvott, múgur og margmenni. Lövland utan- r/kisráðgjafi tók við stjórnarforustu af honum. Oscar Svía konungur annar lézt 8. des., ttær áttræður, f. 21. jan. 1829. Hann þótti verið hafa mætur maður á marga lund, vitur og góðgjarn. Hantt var mælskumaður nteð afburðum og skáld

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.