Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 95

Skírnir - 01.12.1907, Side 95
Island árið 1907. 383 Jensen fyrir þvi, en hitt heitir ísland, og er Jes Zimsen konsnll fyrir því. Bæði þessi félög bafa gert út botnvörpuskip í sumar sem leið. Þá hefir félagið P. J. Thorsteinsson & Co. undirhúið fiskiútgerð í stór- um stýl frá Viðey, og nú fyrir árslokin er nýtt félag myndað í Khöfn til þess að reka hér fiskiútgerð, og á það að hafa aðalhækistöð sina í Gerðnm á Reykjanesi. Annars fjölgar vélabátum til fiskiveiða óðum kringum alt land, en þilskipaútgeröin fer minkandi. Sildveiðar reka Norðmenn með miklum krafti við Noröurland og þykja ágengir í land- helgi, eigi síður en botnvörpungar. En með nýjum lögum frá alþingi í sumar hafa sektarákvæðin fyrir brot þeirra verið skerpt svo, að líklegt er að einhver breyting verði á þessum veiðum framvegis. Samgöngum á sjónum þótti ekki vel fyrir komið síðastl. fjárhags- tímabil, og hefir nú verið gerður nýr samningur um þær við Sam. gufu- skipafélagið til tveggja ára, strandferðir færðar í sama horf og 1904 og 1905 og millilandaferðunum breytt nokkuð, en árgjald Islands til félags- ins (sem 1904—5 var 75 þús. kr) nú fært niður úr 40 þús. kr. í 30 þús. Annars er lagning símalína um landið nú helzta áhugamálið til sam- göngubóta. Þingið veitti fé til línu frá Hrútafirði til ísafjarðarkaup- staðar að öllu leyti og mikið til ýmsra nýrra lína annarstaðar, en helztar þeirra eru línurnar frá Isafirði til Patreksfjarðar og frá Reykja- vík austur í Rangárvallasýslu. Nú í árslokin er nýrri vitabygging lok- ið á Reykjanesi, en gamli vitinn þar er að eyðileggjast á þann hátt, að sjórinn brýtur bergið undan honum. Fé var veitt af alþingi tii að rannsaka járnhrautarleið frá Rvik austur i Arness- og Rangárvallasýslur. 1 verzlunarmálum hefir verið mikil hreifing þetta ár og öll miðað að þvi að færa verzlunina á færri hendur. Tilraun til stórrar verzlunar- samsteypu á Norður- og Austurlandi, er Thor E. Tulinius gekst einkum fyrir, í byrjun ársins, mistókst. En samskonar verzlunarsamsteypa á Suður- og Vesturlandi komst litlu síðar á fyrir forgöngu þeirra P. Thor- steinssonar og Th. Jensens kaupmanna, og nú i árslokin er talað um enn stærri verzlunarsamsteypu, sem þeir Copland & Berrie, eigendur Edin- borgarverzlana, séu að koma á, en hvað úr henni verður er enn óvist. — Peningaþröng hefir verið mikil, einkum síðari hluta ársins, og eru vextir af lánum orðnir miklu hærri en dæmi eru til áður, nú í árslokin 81/2°/o' Um heilbrigðismálin er þess fyrst að geta, að sjúkrahúsum landsins hefir fjölgað um eitt, en það er geðveikrabæli á Kleppi, skamt frá Reykjavík. Var það fullbúið í vor sem leið og hefir nú tekið á móti mörgum sjúklingum. Þá er og stofnað á þessu ári félag, sem nær um alt land, með því augnamiði að koma upp sjúkrahæli handa berklaveiku fólki, en því fjölgar hér mjög á síðustu árum. — Skæðasta sýki, sem gengið hefir á árinu, eru mislingarnir. Þeir komu upp í Stykkishólmi í júlímánuði og hafa siðan farið víða um land, en miklu færri hafa þó dáið úr þeim nú en áður. Þeir gengu síðast hér á landi 1882 og voru þá miklu skæðari.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.