Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1907, Síða 95

Skírnir - 01.12.1907, Síða 95
Island árið 1907. 383 Jensen fyrir þvi, en hitt heitir ísland, og er Jes Zimsen konsnll fyrir því. Bæði þessi félög bafa gert út botnvörpuskip í sumar sem leið. Þá hefir félagið P. J. Thorsteinsson & Co. undirhúið fiskiútgerð í stór- um stýl frá Viðey, og nú fyrir árslokin er nýtt félag myndað í Khöfn til þess að reka hér fiskiútgerð, og á það að hafa aðalhækistöð sina í Gerðnm á Reykjanesi. Annars fjölgar vélabátum til fiskiveiða óðum kringum alt land, en þilskipaútgeröin fer minkandi. Sildveiðar reka Norðmenn með miklum krafti við Noröurland og þykja ágengir í land- helgi, eigi síður en botnvörpungar. En með nýjum lögum frá alþingi í sumar hafa sektarákvæðin fyrir brot þeirra verið skerpt svo, að líklegt er að einhver breyting verði á þessum veiðum framvegis. Samgöngum á sjónum þótti ekki vel fyrir komið síðastl. fjárhags- tímabil, og hefir nú verið gerður nýr samningur um þær við Sam. gufu- skipafélagið til tveggja ára, strandferðir færðar í sama horf og 1904 og 1905 og millilandaferðunum breytt nokkuð, en árgjald Islands til félags- ins (sem 1904—5 var 75 þús. kr) nú fært niður úr 40 þús. kr. í 30 þús. Annars er lagning símalína um landið nú helzta áhugamálið til sam- göngubóta. Þingið veitti fé til línu frá Hrútafirði til ísafjarðarkaup- staðar að öllu leyti og mikið til ýmsra nýrra lína annarstaðar, en helztar þeirra eru línurnar frá Isafirði til Patreksfjarðar og frá Reykja- vík austur í Rangárvallasýslu. Nú í árslokin er nýrri vitabygging lok- ið á Reykjanesi, en gamli vitinn þar er að eyðileggjast á þann hátt, að sjórinn brýtur bergið undan honum. Fé var veitt af alþingi tii að rannsaka járnhrautarleið frá Rvik austur i Arness- og Rangárvallasýslur. 1 verzlunarmálum hefir verið mikil hreifing þetta ár og öll miðað að þvi að færa verzlunina á færri hendur. Tilraun til stórrar verzlunar- samsteypu á Norður- og Austurlandi, er Thor E. Tulinius gekst einkum fyrir, í byrjun ársins, mistókst. En samskonar verzlunarsamsteypa á Suður- og Vesturlandi komst litlu síðar á fyrir forgöngu þeirra P. Thor- steinssonar og Th. Jensens kaupmanna, og nú i árslokin er talað um enn stærri verzlunarsamsteypu, sem þeir Copland & Berrie, eigendur Edin- borgarverzlana, séu að koma á, en hvað úr henni verður er enn óvist. — Peningaþröng hefir verið mikil, einkum síðari hluta ársins, og eru vextir af lánum orðnir miklu hærri en dæmi eru til áður, nú í árslokin 81/2°/o' Um heilbrigðismálin er þess fyrst að geta, að sjúkrahúsum landsins hefir fjölgað um eitt, en það er geðveikrabæli á Kleppi, skamt frá Reykjavík. Var það fullbúið í vor sem leið og hefir nú tekið á móti mörgum sjúklingum. Þá er og stofnað á þessu ári félag, sem nær um alt land, með því augnamiði að koma upp sjúkrahæli handa berklaveiku fólki, en því fjölgar hér mjög á síðustu árum. — Skæðasta sýki, sem gengið hefir á árinu, eru mislingarnir. Þeir komu upp í Stykkishólmi í júlímánuði og hafa siðan farið víða um land, en miklu færri hafa þó dáið úr þeim nú en áður. Þeir gengu síðast hér á landi 1882 og voru þá miklu skæðari.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.