Skírnir - 01.08.1914, Page 7
Dranmar.
231
menn sett í samband við æðri verur, sem gerðu mönnum
kunnugt um það, er þeir gætu ekki fengið að vita af eig-
in ramleik. Langoftast var, eftir því sem menn héldu,
sú vitneskja ekki bein og óbrotin, heldur eins og falin í
hinum og öðrum táknum. Til þess að þýða þau tákn,
ráða draumana, þurfti sérstaka þekkingu og mikla vits-
muni, eða jafnvel stundum guðdómlegan innblástur. í því
efni þarf ekki annað en minnast draumanna í ritningunni
og í íslendingasögunum. Jósep verður æðstur ráðherra
í Egiptalandi, af því að hann getur ráðið drauma. Og
hér á landi var þeim mönnum einum trúað til drauma-
ráðninga, sem vitrastir voru.
Vísindi þau, sem langmest hafa mótað hugi Vestur-
landaþjóðanna á síðustu öld og fylt þá þeirri lífsskoðun,
sem nefnd er efnishyggja (materialismi), hafa mjög unnið
að því, að menn hafi hætt að taka mark á draumum.
Ef við skygnumst eftir fróðleik um drauma í almenn-
um fræðibókum, eins og t. d. Salmonsens store illustrerede
Konversations-Leksikon, þá sjáum við, að um draumana er
þar nær því eingöngu talað frá neikvæðu sjónarmiði —
með öðrum orðum, okkur er þar ekki skýrt frá öðru en
því, hve drauma-ástandið sé miklu ófullkomnara en
vökuástandið. Okkur er skýrt frá því, sem vitanlega er
rétt, hve mjög hin sjálfráða vitundarstarfsemi, athyglin,
veikist, eða að hún hverfi með öllu, svo að sofandi maður
getur ekki fest hugann við hugmyndirnar eða haft stjórn
á hugarstefnunni, og draumarnir verða fyrir því að stökki
úr einu í annað og einum hringlanda. Af þessum athygli-
skorti kemur það líka, eftir því sem prófessor Alfred
Lehmann lítur á í bókinni, sem eg nefndi áðan, að í
draumum getur stundum komið fram furðu mikið hug-
sjónaflug. Af sama skortinum stafar það enn fremur, hve
lítið sofandi maður verður fyrir áhrifum á skilningarvit-
in, og hve litla meðvitund hann hefir um sjálfan sig. Og
trúin á það, að draumar geti boðað óorðna hluti, er kveð-
in niður með þeirri staðhæfing, að hún stafi af endur-
minninga-blekking. Af því að draumarnir séu svo hringl-