Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1914, Page 7

Skírnir - 01.08.1914, Page 7
Dranmar. 231 menn sett í samband við æðri verur, sem gerðu mönnum kunnugt um það, er þeir gætu ekki fengið að vita af eig- in ramleik. Langoftast var, eftir því sem menn héldu, sú vitneskja ekki bein og óbrotin, heldur eins og falin í hinum og öðrum táknum. Til þess að þýða þau tákn, ráða draumana, þurfti sérstaka þekkingu og mikla vits- muni, eða jafnvel stundum guðdómlegan innblástur. í því efni þarf ekki annað en minnast draumanna í ritningunni og í íslendingasögunum. Jósep verður æðstur ráðherra í Egiptalandi, af því að hann getur ráðið drauma. Og hér á landi var þeim mönnum einum trúað til drauma- ráðninga, sem vitrastir voru. Vísindi þau, sem langmest hafa mótað hugi Vestur- landaþjóðanna á síðustu öld og fylt þá þeirri lífsskoðun, sem nefnd er efnishyggja (materialismi), hafa mjög unnið að því, að menn hafi hætt að taka mark á draumum. Ef við skygnumst eftir fróðleik um drauma í almenn- um fræðibókum, eins og t. d. Salmonsens store illustrerede Konversations-Leksikon, þá sjáum við, að um draumana er þar nær því eingöngu talað frá neikvæðu sjónarmiði — með öðrum orðum, okkur er þar ekki skýrt frá öðru en því, hve drauma-ástandið sé miklu ófullkomnara en vökuástandið. Okkur er skýrt frá því, sem vitanlega er rétt, hve mjög hin sjálfráða vitundarstarfsemi, athyglin, veikist, eða að hún hverfi með öllu, svo að sofandi maður getur ekki fest hugann við hugmyndirnar eða haft stjórn á hugarstefnunni, og draumarnir verða fyrir því að stökki úr einu í annað og einum hringlanda. Af þessum athygli- skorti kemur það líka, eftir því sem prófessor Alfred Lehmann lítur á í bókinni, sem eg nefndi áðan, að í draumum getur stundum komið fram furðu mikið hug- sjónaflug. Af sama skortinum stafar það enn fremur, hve lítið sofandi maður verður fyrir áhrifum á skilningarvit- in, og hve litla meðvitund hann hefir um sjálfan sig. Og trúin á það, að draumar geti boðað óorðna hluti, er kveð- in niður með þeirri staðhæfing, að hún stafi af endur- minninga-blekking. Af því að draumarnir séu svo hringl-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.