Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 81
Hafa plönturnar sál?
305
iþó er þeim ekki varnað skynjunar. Svo er t. d. um hvelju-
dýr, blikdýr o. fl. Að þau geti skynjað, ráða menn af
því, hve næm þau eru fyrir ýmsum áverkunum og greina
þær sundur, hve fjörug og ákveðin þau eru í hreyfingum
og beina þeim að sérstöku marki, af því að þau virðast
velja, af því hvernig þau eiga i striði hvort við annað og
af því hvernig þau reyna að sjá sér borgið gegn margvís-
legum hættum.
Það er því síður ástæða til að ætla að plönturnar
geti ekki s k y n j a ð án tauga, þar sem vér sjáum að
þær þurfa engar taugar til ýmsra lífsstarfa, sem þó
standa undir áhrifum taugakerfisins hjá dýrunum. Tauga-
kerfið hjá þeim á þátt í önduninni, efnabyltingunni, nær-
ingunni, en plönturnar geta þetta alt án tauga. Það sýnir
að líkamseiningin hjá plöntunum getur staðist án taugakerfis.
Næsta aðalmótbáran er þessi:
Plantan er ekki eins samfeld og sjálfstæð heild eins
og dýrið. Hún heldur áfram að vaxa og vaxa, bætir við
sig nýjum og nýjum greinum, en aðrar deyja út. Hún
endurnýjast því aldrei öll. Hún vex föst í jörðu eins og
fóstrið í móðurlífi.
Þessu svarar Fechner svo:
Plantan er bæði að formi og i lífstörfum sínum alveg
eins sjálfstök og aðgreind frá öðrum verum eins og dýrið.
Að hún heldur áfram að vaxa, kemur ekki í bága við
sjálfstaklingseðli hennar. Barnið hefir sitt sjálfstaklings-
eðli eins meðan það er að vaxa. Hún getur eins haft
meðvitund, þó hún sitji föst. Sum dýr eru líka föst. Hún
er ekki samvaxin jörðunni, heldur vex í henni, ryður
rótum sínum brautir uui hana, en teygir sig jafnframt með
stöngul, greinar og blóm upp í ljósið, og sýnir þannig
sjálfstæði sitt gagnvart jörðunni. Og þó hún sé frá einu
sjónarmiði ósjálfstæðari en dýrin, þá er ekki rétt að álykta,
að hana vanti alla meðvitund fyrir það.
Lítum svo á helztu ástæðurnar, sem Fechner færir
fyrir því að plöntur hafi sál.
Fyrst eru líkingaratriðin. Vér ályktum að
20