Skírnir - 01.08.1914, Síða 14
238
Draumar.
minsta heimatelpan- týndi nýja hnífnum sínum. Allar
telpurnar fóru að leita að honum, en fundu hann ekki, og
eigandinn var óhuggandi. Telpurnar skildu um kvöldið
raunamæddar, og þó að faðirinn neytti allra bragða til að
hugga barnið, sem týnt hafði hnífnum, þá fór hún grát-
andi í rúmið.
Um nóttina dreymir barnið, að bróðir hennar komi
til hennar, taki í höndina á henni og segi: »Komdu með
mér, góða; eg ætla að sýna þér, hvar hnífurinn þinn er«.
Þá leiðir hann hana út í hlöðuna, klifrar með henni upp
á heyið, sýnir henni hnífinn og lætur hana festa sér stað-
inn í minni.
Telpan vaknar um morguninn, full af fögnuði, og segir
systrum sínum, að bróðir þeirra hafi komið til sín um
nóttina og sýnt sér, hvar hnífurinn sé. Systur hennar fara
að hlæja að henni, en hún er friðlaus eftir að fara að
leita að hnifnum, og alveg sannfærð um, að hún viti, hvar
hann sé. Svo að þær klæða sig í snatri, og önnur systir
hennar fer með henni út í hlöðuna. Hún gengur rakleiðis
þangað, sem bróðir hennar hafði vísað henni til. Og þar
liggur hnífurinn ofan á heyinu.
Skýring vísindamanna er hér hin sama eins og á draum
mannsins, sem týnt hafði uppskipunarskjölunum. Telpan
hafði leitað að hnífnum um alt heyið. Hversdagsvitund
hennar sést yfir staðinn, þar sem hann liggur, en undir-
vitundin tekur eftir honum, og getur ekki komið vitnesk-
junni inn í hversdagsvitundina annan veg en í svefni.
En nú get eg hugsað mér, að einhverjum verði að
spyrja: Hvers vegna á að vera að demba þessu öllu á
undirvitundina, sem við vitum lítið um! Ef fjarskygnin
er sönuuð, hvers vegna gat þá ekki verið um hana að
tefla, þegar Lewis sá í draumi skjölin, sem hann hafði
týnt, eða þegar stúlkan sá hnífinn sinn í heyinu? Og eg
get líka hugsað mér, að sumir spyrji enn fremur: Ef
mennirnir lifa eftir dauðann og ef tekist hefir að ná ein-
hverju sambandi við þá framliðna, eins og svo margir
vísindamenn telja nú sæmilega vel sannað, hvers vegna