Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1914, Page 50

Skírnir - 01.08.1914, Page 50
274 íhald og framsókn. eins og alda, sem fallið hefir yfir margfaldan skerjagarðinn.. Fjölskyldubönd, vinátta, stéttatengsli og samábyrgðartil- finning halda honum rígskorðuðum innan vébanda borg- aralegs lífs. Þar bætist við sárbeitt reynsla og vonbrigði. Margur maður berst djarflega »með hvassleg sverð í mund- um«, meðan hann er í blóma aldurs, en þreytist og missir áhugann, þegar lítið vinst á og æskuvinirnir skerast ár leit og ieik. Allir þessir strengir hverfa saman í traustan fjötur, sem bindur allan þorra aldraðra manna í fylkingu íhaldsseminnar; og þó undantekningar séu til, menn sem yngjast með árum, og verða bjartsýnni og framsæknari með aldrinum, þá eru þær svo fáar, að þær sanna a& eins regluna. Þær orsakir til kyrstöðu, sem nú hafa verið nefndar,. eiga rætur hið innra í mannlegu eðli. Þær eru því einna stöðugastar og óbreytilegastar. En aðrar, engu ómerkari, spretta af ytri kjörum. Er þar í stuttu máli að telja öll þau gæði, sem misskift eru og vandfengin en þó eftirsótt,. eins og auðlegð, völd, nafngöfgi, frægð, og hvers konar veraldargengi. Því meiri umbúðum, sem maðurinn er vafinn, því hræddari er hann um, að sér verði kalt, og reifarnar ásóttar af þeim, sem minna hafa. Sumar af þessum hömlum eru svo sterkar að þær meira en vega á móti og eyða eðlilegri framsóknarþrá æskuáranna, þær gera skjólstæðinga sína gráhærð gamalmenni, meðan þeir eru börn að aldri. Fastast í liði íhaldsmanna standa landeigendur á göml- um óðalsstóreignum, og þá fyrst og fremst aðalsmenn, því þar er bæði auði og ættgöfgi til að dreifa. Varla geta hugsast kjör betur löguð til að spekja menn og sætta þá við »táradalinn« en þau, sem enski aðallinn hefir átt við að búa. Mann fram af manni hafa aðalsmennirnir setið á blómlegum stóreignum í sveit, með höll i höfuðborginni, stúku í leikhúsunum, með arfgengt sæti í þingi þjóðarinn- ar, með hefðarforrétt að tignustu störfunum í her, flota, kirkju- og ríkis-stjórn; setið yfir stórauði, verið tilbeðnir og dáðir af alþýðunni, átt greiðan aðgang að ljómanum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.