Skírnir - 01.08.1914, Page 11
Dranmar.
235
lcoDungur (sem var uppi um 1300 f. Kr.) sent musteri
Bels ýmöa muni úr dýrum steinum, þar á meðal áletraðan
áheitis-8Ívalning úr agatsteini. »Þá fengum við prestarnir*,
segir draummaðurinn, »alt í einu skipun um, að búa til
eyrnahringa úr agatsteinum handa líkneskju guðsins Ninib.
Við vorum í standandi vandræðum, því að engir óunnir
agatsteinar voru við höndina. Til þess að hlýðnast þess-
ari skipun, höfðum við engin önnur ráð en að skifta áheit-
is-sívalningnum í þrent. Ur honum bjuggum við til 3
Jiringa, og á öllum þeirra var nokkuð af letrinu. Fyrstu
2 hringarnir voru settir í eyrun á líkneskjunni; brotin 2,
sem hafa valdið þér svo miklum heilabrotum, eru partar
úr þeim. Ef þú heldur þeim saman, muntu komast að
raun um, að eg segi satt. En þriðja hringinn • hafið þið
ekki fundið, og hann finnið þið aldrei«. Að svo mæltu
hvarf presturinn. Dr. Hilprecht vaknar og segir konu
sinni drauminn samstundis, til þess að gleyma honum
ekki. Og daginn eftir getur hann lesið letrið, með því
að setja teikningarnar saman. A steininum hafði staðið:
Guðnum Ninib, syni Bels, drottins hans, hefir Kurigalzu,
æðsti prestur Bels, gefið þetta.
Enn var einn örðugleiki eftir. Eftir lýsingunni á
steinunum voru þeir sinn með hvorum lit. Þess vegna
hafði engum dottið í hug, að þeir ættu saman, enda mjög
ólíklegt. En sumarið 1893 var dr. Hilprecht sendur til
Miklagarðs til fornmenjarannsókna í safni soldáns þar.
Þar voru steinarnir. Engum fornfræðingum þar hafði enn
komið til hugar, að þeir ættu saman. En nú gengu allir
úr skugga um það, og eins, að minsta kosti nokkurn veg-
inn, um það hvorttveggja, að þeir hefðu upprunalega verið
áheitis-sívalningur, og að siðar hefðu verið gerðir úr þeim
eyrnahiingar. Um litina á brotunum er það að segja, að
steinninn hafði verið mislitur, og sagaður sundur um lita-
skiftin.
Hér eru 6 atriði, sem vitneskja fæst um i draumnum:
1. Að brotin eigi saman; 2. að þau séu brot úr áheitis-
sivalningi; 3. að Kurigalza konungur hafði gefið sívaln-