Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1914, Page 78

Skírnir - 01.08.1914, Page 78
302 Hafa plönturnar sál? fyrir sér. Hann þýddi stórrit um eðlisfræði og efnafræði úr frönsku og gaf út kenslubækur í þeim greinum; hann gaf út tímarit um meðalafræði, og sjálfstæðar rannsóknir um eðlisfræði, sérstaklega rafmagn. Hann samdi mörg smárit að hálfu heimspekilegs efnis og hálfu leyti gaman- rit. Hann orti kvæði og samdi fjölda af ritgerðum um listir og hókmentir. Svo sneri hann sér að heimspeki og sálarfræði og gaf út fjölda merkilegra rita. Má t. d. telja hann frumkveða þeirrar sálarfræði er byggist á vísinda- legum tilraunum. Hann ritaði bók um fagurfræði, sem er að miklu leyti grundvöllur í þeirri grein. Hann skrifaði bók um frumagnakenninguna og aðra um þróun lífsins á jörðunni, og hann starfaði að því að laga stærðfræðina fyrir þær rannsóknir er hann gerði í sálarfræðinni. öll rit hans eru frábær að því hve þekking hans er víðtæk og andinn frjáls. Imyndunaraflið ákaflega frjósamt, en skerpan í hugsuninni, athugunargáfan og rökfestan engu minni en hugsanaauðgin. En undiraldan í þessu volduga hugsanahafi var sú, að alheimurinn væri ein lifandi og meðvita heild. Að sýna líkur fyrir því að plönturnar væru gæddar sál, var að eins einn þáttur í hinu mikla hugs- anastarfl er hann varði til þess að gera alheiminn lifandi fyrir hugarsjónum vorum. Þá skoðun kallaði hann »dag- skoðun* í mótsetningu við þá »næturskoðun« sem heldur að sálarlíf manna og dýra sé aðeins strjálir ljósblettir í myrkri meðvitundarlausrar tilveru. Fechner hefir oftar tekið til máls um sálarlíf plantn- anna, en í Nönnu, og eg skal nú í stuttu máli reyna að skýra frá aðalskoðunum hans um þetta efni. Fyrst er þá að vita hvað meint er með spurningunni: Hafa plönturnar sál? Fechner gerir grein fyrir því. Sál- in er eftir hans skilgreiningu einingu gædd vera, sem al- drei birtist beinlínis öðrum en sér sjálfri, vera sem getur skynjað og fundið til — vitað til sín, en aldrei verður at- huguð af öðrum. Spurningin er þá þessi: Vita plönturn- ar nokkuð til sín? Skynja þær nokkuð það sem gerist? Ef við hugsum okkur um, þá verður það auðsætt að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.