Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 77

Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 77
Hafa plönturnar sál ? 301 sig. Líttu á kesara-tréð, sérðu ílöngunina, hvernig það mænir á vatnskönnuna mína um leið og það titrar í vind- blænum? Bíddu eitt augnablik, þú óþolinmóði skugga- bróðir, heldurðu eg ætli að gleyma þér?«. Þannig mælti Sakúntala og flýtti sér að trénu til að sýna því ástaratlot og færa því vökvun. Og síðar, þegar hún kveður trén, ávarpar hún vafn- ingsplöntu með orðunum: »Þú mín kæra plöntusystir!« — Börnunum er sú trú, að plönturnar finni til, mjög inngróin. Kom það fram í mörgum svörum er Stanley Hall, ameriskur sálfræðingur, fekk upp á fyrirspurnir, er hann sendi út 1895. Skáldskapur, hjátrú og barnaskapur! munuð þér hugsa. Getur verið. En væri það óhugsandi að meiri sannleikur fælist í þessu en í fljótu bragði kann að virðast? Væri það ekki þess vert, að vita að minsta kosti hve gildar þær ástæður eru, sem alment eru færðar fram gegn því að plönturnar séu gæddar sálarlífi, og vita svo hvort ekki ýmislegt bendir einmitt í þá átt, að þessi ramforna trú, sem skáldi'n hafa aldrei kastað í kvæðum sínum, kunni að vera rétt? Árið 1848 kom út í Leipzig á Þýzkalandi bók sem hét »Nanna, eða um sálarlíf plantnanna«. Sú bók var skrifuð af frábæru andríki, víðsýni og lærdómi. Þrátt fyrir það hristu menn að henni höfuðið, og sumir réðust á skoðanir hennar af miklum móði. 50 ár liðu þangað til hún var gefin út á ný, en nú eru komnar að minsta kosti 4 útgáfur af henni. Það sýnir að tímarnir eru að breyt- ast. Höfundurinn var Gustav Theodor Féchner, einn af ágætustu vísindamönnum Þjóðverja á síðustu öld. Hann var fæddur 19. apríl 1801 í Saxlandi og var prestsson. 1823 varð hann kennari við háskólann í Leipsig og varð reglulegur prófessor í eðlisfræði við þann háskóla árið 1834. Lifði hann 70 ár æfi sinnar í Leipzig og dó þar sem heiðursborgari borgarinnar, 18. nóv. 1887. Fechner hefir ritað ösköpin öll. Hann var jafnan fá- tækur og varð að vinna geysimikið til að hafa ofan af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.