Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 23
Draumar.. 247
'in á draumunum. Samt er þetta sjálfsagt algengasta
hliðin á draumatrúnni. Menn tala um það eins og al-
gengan, ömerkilegan hlut, að þá »dreymi fyrir daglátum*.
Með því er átt við það, að atburðirnir komi fram í draum-
um, rétt áður en þeir gerast, og alveg eins og þeir gerast.
Enn algengari er samt sú trú, að mönnum birtist í draumi,
með hinum og öðrum táknum, það sem fram við þá á að
koma. Eg hygg, að fullyrða megi, áð naumast sé nokk-
-urt það heimili til á landinu, þar sem ekki trúir ein-
;hver, að meira eða minna leyti, á draumana að þessu
leyti — þar sem með öðrum orðum ekki trúir einhver á
það fyrirbrigðið, sem er allra dularfylst og óaðgengilegast
skilningnum. Eg vnt, að flestir réisa þessa trú sína á
veikum grundvelli. Eg veit, að athuganir flestra manna
í þessu efni eru lítið eða ekkert ánnað en reykur. En
þetta er ekki að eins algeng trú." Þetta er trú, sem lifað
heflr á öllum þeim öldum, sem iheun hafa sögur af mann-
kyninu. Og nú er það að staðfestast með hinum vísinda-
legu rannsóknum, að þessi trú sé á einhverju verulegu
reist. Sönnunum þess, að óorðnir atburðir geti komið
fram i draumum, hefir rignt niður. Eg ætla að segja
ykkur eina af slíkum sp’ádóms-sýnum, rétt til dæmis.
Sún er einkar greinileg; hún virðist vera gersamlega til-
gangslaus; hún er víst alveg óskiljanleg á núverandi þekk-
ingarstigi mannanna; en hún er áreiðanlega sönn, því að
hún er rambyggilega sönnuð.
Enskur læknir, Alfred Cooper, segir sögúna. Hann
kemur til hertogans af Hamilton í lækniserindum Þá seg-
ir hertogafrúin frá því, að fyrir sig hafi borið kynleg sýn
eina nóttina, milli svefns og vöku; hún hafi séð L. lávarð
í stól, eins og í veikindakasti; hjá honum hafi staðið rauð-
skeggjaður maður; hann hafi staðið hjá baðkeri; og yfir
baðkerinu hafi hangið rauður lampi. Hertogafrúin þekti
lávarðinn ekkert nema í sjón, og hafði, að því er virðist,
aldrei komið heim til hans.
Einni vikú eftir þetta var læknirinn sóttur til þessa
iávarðar L. Hann hafði bólgu í báðum lungunutíi. Uppi