Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 56
280
íhald og framsókn.
hversu hvíti mannflokkurinn hefir drepið, sigrað, þjáð og
þrælkað lágt standandi þjóðbálka í öllum álfum heims.
Meðal mentaðra þjóða eru Kínverjar alkunnastir kyr-
stöðumenn; þeir hafa, eftir því sem í mannlegu valdi stóð,
haldið öllu í sama horfinu í seinustu 40 aldirnar. Áður
höfðu þeir verið mikil framfaraþjóð og þegar kyrstaðan
byrjar, voru þeir »mestir í heimi«. Menn líta venjulega
svo á, að kyrstöðu Kínverja hafi valdið menningarhroki,
sú trú að þeir hefðu náð hæstu tindum fullkomnunarinn-
ar, og lengra yrði ekki komist, heldur nægði að gæta
fengins fjár. Hins hefir varla verið nægilega gætt, að
Kínverjar sniðu þjóðlíf og stjórn meira en aðrar þjóðir í
íhaldsáttina. Þeir voru vegna landshátta og eigin aðgerða
einangraðir, slitnir úr lifandi sambandi við umheiminn.
Og heima fyrir lutu þeir sérstaklega steingerðu skrifstofu-
valdi í rikisstjórn, og öldungavaldi í heimilunum. Hvergi
var um forustu að tala fyrir aðra en þá, sera hátt voru
komnir á íhaldsárin. Börnin lutu foreldrunum lifandi, og
tilbáðu þá látna. Embættastiginn var langur og torsóttur,
svo að ekki veitti af heilli æfi til að klifra upp á hæstm
tinda. Hver vegsauki var bundinn við próf, sem ókleift
var að inna af hendi, nema þeim sem höfðu miklar minn-
isgáfur, en um skilning og skapandi afl var ekki spurt;,
það var óþarft, þar sem að eins átti að halda við gamla
arfinum. Undir einveldi stofulærðrar elli tókst að bæla
niður allan breytingahug, jafnvel umbrotaanda æsk-
unnar.
En kyrstaðan hefndi sin. Siðan samkepnin hófst við
Vesturlönd, hefir reynt á afl Kínverjanna og þeir verið
léttvægir fundnir. Hvervetna hafa þeir orðið undir, sigr-
aðir, sviknir, rændir og fótum troðnir, af því þeir höfðu
brotið fjöregg þjóðarinnar. Laun algerðrar kyrstöðu er
þróttleysi, veiklun, undirlægjuskapur, kúgun og hverskon-
ar gæfuleysi.
Þó að slík kyrstaða sé banvæn, vegna samkepni fram-
faraþjóðanna, og skaðleg af því hún lætur ónotaða mikla
krafta í þjóðfélaginu, þá verður hinu samt ekki neitað, að