Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1914, Síða 56

Skírnir - 01.08.1914, Síða 56
280 íhald og framsókn. hversu hvíti mannflokkurinn hefir drepið, sigrað, þjáð og þrælkað lágt standandi þjóðbálka í öllum álfum heims. Meðal mentaðra þjóða eru Kínverjar alkunnastir kyr- stöðumenn; þeir hafa, eftir því sem í mannlegu valdi stóð, haldið öllu í sama horfinu í seinustu 40 aldirnar. Áður höfðu þeir verið mikil framfaraþjóð og þegar kyrstaðan byrjar, voru þeir »mestir í heimi«. Menn líta venjulega svo á, að kyrstöðu Kínverja hafi valdið menningarhroki, sú trú að þeir hefðu náð hæstu tindum fullkomnunarinn- ar, og lengra yrði ekki komist, heldur nægði að gæta fengins fjár. Hins hefir varla verið nægilega gætt, að Kínverjar sniðu þjóðlíf og stjórn meira en aðrar þjóðir í íhaldsáttina. Þeir voru vegna landshátta og eigin aðgerða einangraðir, slitnir úr lifandi sambandi við umheiminn. Og heima fyrir lutu þeir sérstaklega steingerðu skrifstofu- valdi í rikisstjórn, og öldungavaldi í heimilunum. Hvergi var um forustu að tala fyrir aðra en þá, sera hátt voru komnir á íhaldsárin. Börnin lutu foreldrunum lifandi, og tilbáðu þá látna. Embættastiginn var langur og torsóttur, svo að ekki veitti af heilli æfi til að klifra upp á hæstm tinda. Hver vegsauki var bundinn við próf, sem ókleift var að inna af hendi, nema þeim sem höfðu miklar minn- isgáfur, en um skilning og skapandi afl var ekki spurt;, það var óþarft, þar sem að eins átti að halda við gamla arfinum. Undir einveldi stofulærðrar elli tókst að bæla niður allan breytingahug, jafnvel umbrotaanda æsk- unnar. En kyrstaðan hefndi sin. Siðan samkepnin hófst við Vesturlönd, hefir reynt á afl Kínverjanna og þeir verið léttvægir fundnir. Hvervetna hafa þeir orðið undir, sigr- aðir, sviknir, rændir og fótum troðnir, af því þeir höfðu brotið fjöregg þjóðarinnar. Laun algerðrar kyrstöðu er þróttleysi, veiklun, undirlægjuskapur, kúgun og hverskon- ar gæfuleysi. Þó að slík kyrstaða sé banvæn, vegna samkepni fram- faraþjóðanna, og skaðleg af því hún lætur ónotaða mikla krafta í þjóðfélaginu, þá verður hinu samt ekki neitað, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.