Skírnir - 01.08.1914, Page 12
236
Draumar.
inginn; 4. að hann hafi verið gefinn guðnum Ninib; 5. að
eyrnahringar hafi verið búnir til úr honum; 6. að fjár-
hirzlan hafi verið suðaustan-megin í musterinu.
Myers segir, að engin önnur kynslóð en þessi mundi
hafa efast um, að Babylóníu-presturinn muni í raun og
veru hafa komist í samband við dr. Hilprecht og veitt
honum þá vitneskju, sem hér er uin að tefla. En ekki
kemur honum til hugar að skýra málið þann veg, né
þeim vísindamönnum öðrum, sem við þessar rannsóknir
fást Um 5 fyrstu atriðin segja þeir, að þau séu öll þess
eðlis, að prófessor Hilprecht hefði getað komist að þeim í
vöku, enda hafi gert sams konar uppgötvanir vakandi.
Hitt er ómótmælanlegt, að vitsmunir hans hafa þetta sinn,
hvernig sem á því stendur, notið sín betur í svefninum
en í vökunni, enda telja menn þarna náð hámarki þess
ályktana-skarpleika, sem menn vita dæmi til í draumum.
Og svo hefir jafnframt imyndunarafiið, sem leikur svo
lausum hala í draumum, sem öllum er kunnugt, búið til
prestinn.
Um 6. atriðið — afstöðu fjárhirzlunnar í musterinu
— er það að segja, að prófessor Hilprecht hafði enga hug-
mynd um hana, þegar hann dreymdi drauminn. Hann
grenslaðist eftir þessu, og þetta atriði reyndist rétt, eins
og hin. En jafnframt sannaðist það, að honum hafði tveim
árum áður verið sagt, hvar þetta fjárhirzlu-herbergi hefði
fundist í musterisrústunum. Hann hafði steingleymt því.
En í þeim lögum vitundarinnar, sem nefnt er undirvitund,
hefir það geymst, og runnið upp þaðan í draumnum. Það
fyrirbrigði virðist vera nokkuð algengt.
Draumarnir toga meira upp úr undirvitundinni en
gleymd atvik; þeir koma líka þaðan með athuganir, sem
aldrei hafa komist inn í hversdagsvitundina, eingöngu hafa
verið gerðar af uudirvitundinni. Menn þykjast sem sé
hafa komist að raun um, að eitthvað í okkur athugar
stundum betur en við vitum. Eg hefi ekki tíma til að
gera grein þess, hvað menn hafa fyrir sér í því efni, verð