Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 106
330
Útlendar fréttir.
inni og vill ekki gefa sig undir löggjafarvald þings, sem að meiri
hluta sé skipað af kaþólska flokknum. Undir þessa hreyfingu hefir
verið róið mjög af íhaldsflokknum heima í Englandi, til þess að
hefta framgang heimastjórnarlaga Ira, því að sá flokkur telur með
þeim rofna einingu rikisins. Nú var sórstakur her kominn á fót
í Ulster, er beita átti gegn löggjafarvaldi og stjórn ríkisins, og
hann ekki fámennur. Her Ulstermanna var talinn 110 þús. manna
í 65 deildum, alt fótgöngulið, en stórskotalið og riddaralið var þar
ekki. Urðu nú ýmsar óeirðir og uppþot í Ulster, og fregnirnar
þaðan sögðu, að uppreisnarmenn væru í þann veginn að skipa hjá
sér bráðabirgðastjórn. Lögregluliðið réð auðvitað ekki við neitt úr
því að svo var komið, og skotvopnabirgðir voru fluttar inn til
Úlsterhersins, þrátt fyrir þær ráðstafanir, sem stjórnin hafði gert
til að hindra það. Nú sendi stjórnin herskip vestur til Irlands til
þess að gæta strandanna, og bauð einnig landhernum þar vestra,
að halda Úlsterbúum í skefjum. En margir af herforingjunum
ensku beiddust þá lausnar og vildu ekki ganga í ófrið móti Úlster-
búum. Hermálaráðherrann, Seely, þótti ekki koma hreinlega fram
í afskiftum sínum af þessu, og varð það til þess, að hann varð að
biðjast lausnar, en Asquith yfirráðherra tók þá að sér hermálaráð-
herraembættið. Greiddist svo furðanlega úr þessu, eftir því sem
á horfðist.
Deilan út af þessu máli var alleinkennileg, með því að því
var haldið fram af foringjum íhaldsmauna heima á Englandi, að
Úlsterbúar væru að verja einingu ríkisins gegn stjórninni og her-
valdi sjálfs rfkisins. Þeir töldu það óhæfu, að hervaldi ríkisins
væri beitt gegn þeim, sem væru að verjast sundrungu þess. Hvern-
ig getur ensk stjórn skipað enskum hermönnum að skjóta Úlster-
búa niður fyrir þær sakir, að þeir vilja ekki skiljast frá Englandi?
sögðu íhaldsmenn. Og þetta náði eyrum margra. Aftur sögðu
stjórnarmenn, að hér væri ekki að ræða um neitt rof á ríkiseining-
unni, þótt látið væri eftir sanngjörnum kröfum íra um sjálfstjórn.
Og þeir bentu á, að það gæti ekki og mætti ekki eiga sór stað,
að lítill minni hluti í neðri málstofunni fengi í sambandi við efri
málstofuna að skipa fyrir um, hver lög ættu að ná gildi og hver
ekki. En svo yrði það, ef írska málið strandaði nú á Úlster-deil-
unni. Asquithsstjórnin fann upp þann milliveg, að hin einstöku
greifadæmi í Úlster skyldu gera út um það með almennri atkvæða-
greiðslu, hvort þau vildu heldur gefa sig undir löggjafarvald írska
Jþingsins væntanlega, eða vera eins og áður háð löggjafarvaldi enska