Skírnir - 01.08.1914, Page 61
Áhrif klaustranna á íslandi.
285
og t. d. klaustrið eða klausturmyndin í Hitárdal. Kemur
slíkt kynlega fyrir sjónir, þar sem vér einmitt í klaustr-
unum væntum að finna fróða menn og þá er mest rita.
Er vér lítum t. d. á Þingeyraábótana Karl, Guðmund og
Arngrím o. fl, þá voru þeir hver öðrum fróðari, og hafa
án efa kunnað sögu klaustursins eða margt úr henni, en
engum þeirra datt í hug að líta svo nærri sér, að rita
sögu þess. En fyrir bragðið eigum vér svo erfitt aðstöðu
er meta skal áhrif klaustranna, og fyrir bragðið gætir
klaustranna svo lítið í sögu landsins. En það er mikill
skaði. Og enginn vafi er á því, að itarleg þekking á sögu
klaustranna mundi varpa Ijósi á ýmislegt i sögu landsins,
og kenna oss að skilja margt, sem nú er torvelt að átta
sig á.
Lítum fyrst á bókmentirnar. Þar hljótum vér að
vænta helztu áhrifanna frá klaustrunum. Klaustrin gáfu
svo gott næði til lesturs og ritstarfa. Hversu mikið öldu-
rót sem geysaði úti fyrir, innan klausturveggjanna mátti
ávalt finna ró og næði. Og ekki er óliklegt að margur
hafi leitað þangað, einmitt af löngun eftir næði til þess
arna. Búksorg og fátæktarbasl og áhyggjur voru menn og
lausir við. Bókakostur hefir vafalaust, þegar fram í sótti,
verið góður og hvergi betri en í klaustrunum. Þar komst
t. d. Gizur Einarsson yfir margan fróðleik, tímann sem
hann dvaldi í Veri.
Klaustur á íslandi hafa líka komist inn á farsælli rás
i þessu efni, en víða annarstaðar. Munkaandleysinu er
við brugðið, en framan af ber lítið á því hjá Islending-
um. Og þeir voru þjóðlegri miklu en víðast annarstaðar.
Sjáum vér á því enn eitt dæmi upp á það, hve lin tök
kirkjunnar voru hér á landi. Því að alstaðar, þar sem
hún náði haldi á hugsun manna, ói hún upp í þeim al-
heimsborgara-braginn. Hún var sú alþjóðlegasta stofnun,
sem hugsast getur. Alstaðar vann hún að þvi, að tengja
alt saman og nema burt þjóðamuninn. Og ekki sizt mun
sú tilfinning hafa lagt undir sig munkana, að þjóðamunur-