Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1914, Page 61

Skírnir - 01.08.1914, Page 61
Áhrif klaustranna á íslandi. 285 og t. d. klaustrið eða klausturmyndin í Hitárdal. Kemur slíkt kynlega fyrir sjónir, þar sem vér einmitt í klaustr- unum væntum að finna fróða menn og þá er mest rita. Er vér lítum t. d. á Þingeyraábótana Karl, Guðmund og Arngrím o. fl, þá voru þeir hver öðrum fróðari, og hafa án efa kunnað sögu klaustursins eða margt úr henni, en engum þeirra datt í hug að líta svo nærri sér, að rita sögu þess. En fyrir bragðið eigum vér svo erfitt aðstöðu er meta skal áhrif klaustranna, og fyrir bragðið gætir klaustranna svo lítið í sögu landsins. En það er mikill skaði. Og enginn vafi er á því, að itarleg þekking á sögu klaustranna mundi varpa Ijósi á ýmislegt i sögu landsins, og kenna oss að skilja margt, sem nú er torvelt að átta sig á. Lítum fyrst á bókmentirnar. Þar hljótum vér að vænta helztu áhrifanna frá klaustrunum. Klaustrin gáfu svo gott næði til lesturs og ritstarfa. Hversu mikið öldu- rót sem geysaði úti fyrir, innan klausturveggjanna mátti ávalt finna ró og næði. Og ekki er óliklegt að margur hafi leitað þangað, einmitt af löngun eftir næði til þess arna. Búksorg og fátæktarbasl og áhyggjur voru menn og lausir við. Bókakostur hefir vafalaust, þegar fram í sótti, verið góður og hvergi betri en í klaustrunum. Þar komst t. d. Gizur Einarsson yfir margan fróðleik, tímann sem hann dvaldi í Veri. Klaustur á íslandi hafa líka komist inn á farsælli rás i þessu efni, en víða annarstaðar. Munkaandleysinu er við brugðið, en framan af ber lítið á því hjá Islending- um. Og þeir voru þjóðlegri miklu en víðast annarstaðar. Sjáum vér á því enn eitt dæmi upp á það, hve lin tök kirkjunnar voru hér á landi. Því að alstaðar, þar sem hún náði haldi á hugsun manna, ói hún upp í þeim al- heimsborgara-braginn. Hún var sú alþjóðlegasta stofnun, sem hugsast getur. Alstaðar vann hún að þvi, að tengja alt saman og nema burt þjóðamuninn. Og ekki sizt mun sú tilfinning hafa lagt undir sig munkana, að þjóðamunur-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.