Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 51

Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 51
Ihald og framsókn. 275 við hásætið, bæði heima og erlendis, og haft drottinvald i nokkrar aldir yfir tveimur glæsilegustu mentastofnunum í heiminum. Varla er sanngjarnt að ætlast til að þessir sólskins-menn gangist fyrir mannfélagshreytingum, þar sem alt væri að missa en ekkert fyrir þá að vinna, enda hafa engir jafnaðardraumórar ásótt þessa stétt. Eg minn- ist að hafa i borg einni á Englandi séð nokkur hundruð unga aðalsmanna og auðmanna syni veitast að heims- frægum þingskörungi úr neðri málsstofunni, er talaði um atvinnuleysi og eymd fátæklinga í landinu, æpa að hon- um í hálfa klukkustund og hrekja hann síðan úr ræðu- stólnum svo að 40 lögregluþjónar gátu varla verndað hann. Svo langt getur breytingaóttinn leitt menn, sem annars eru mætavel siðaðir, er þeir þurfa að verja hin. dýrmætu réttindi sín. — Næst aðalsmönnum ganga stór- bændur, og eru þeir í flestum löndum kunnir fyrir íhalds- semi, þótt eigi hafi þeir jafnmikils að gæta og aðallinn. Þá koma embættismenn ríkjanna og fastir starfsmenn í þjónustu auðugra félaga með öruggum launum er hækka með aldrinum, og enda sem eftirlaun. Eðlilega binda slík störf menn fast við stofnanir þær, er launin veita og ör- yggið. Að ráðast á móti þeim, er sama og ráðast á sitt eigið líf. Enn fremur er nám, daglegt líf og atvinna þess- ara stétta betur lagað til að friða og spekja, heldur en vekja ókyrð og breytingahug. Þessum mönnum fylgir að málum skyldulið þeirra, sem vonlegt er, og ýmsir liðlétt- ingar sem eiginlega eiga hvergi heima, nema, þar sem beiningar fást; fylgja lausingjar þessir íhaldsliðinu eins og mannvaður sá, sem flokkast á slóðir sigursælla herflokka á ófriðartímum. Dálítið öðruvísi verður lifsskoðun þeirra efnamanna,, sem búa við óvissan gróða, er kemur og fer á bylgjum og bárum eftir hygni og hepni eigandans. Svo er varið ástæðum flestra meiriháttar iðnrekenda og kaupsýslumanna,, og mætti nefna þá hálfbreytingagjarna í skoðunum. Að vísu er þeim lífsnauðsyn að halda frumdráttum þjóðfélags- ins óbreyttum, en þurfa þó svigrúm til gagnlegra breyt- 18*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.