Skírnir - 01.08.1914, Qupperneq 99
Ritfregnir.
323
hafrarnir? Ekki þarf fleiri vitnanna við. Loki h 1 ý t u r líka að
vera eldvættur, þótt F. J. vilji bera brigður á það. — F. J. held-
ur að Freyr só sami guðinn og hinn upphaflegi himinguð Forn-
Germana, (Týr eða) Óðinn. Væri ekki nær að hugsa sór hann
þannig til kominn: Nerthus, sem Tacitus getur, var gyðja; henni
völdu menn tignarheitið F r e y j a þ. e. drotning. En er tímar
liðu varð Nerthus karlkynsgoð, Njörðr; hann var þá líka nefndur
Freyr þ. e. drottinn. Á þann hátt verður skiljanlegur skyld-
leiki þeirra og að þau öll þrjú eru ársældargoð. Af því verður
líka ljóst, hvers vegna Freyr, í þætti af Ögmundi dytt og Gunn-
ari helming (er F. J vitnar sjálfur til á bls. 77), er tignaður á sama
hátt og Nerthus.
Á bls. 103 setur F. J. gyðjuheitið S y n í samband stofninn
í »s a n n u r«. Væri ekki nær að setja það í samband við sögnina
að s y n j a, sem þýðir einmitt að » ó s a n n a «1
Á bls. 107 segir höf., að örðugt só að segja af eða á um það,
hvort örnefni só samsett með Freyr eða Freyja. Það er þó ekki
örðugt að sýna fram á, að t. d. F r ö 1 u n d e við Krosseyri á Sjá-
landi getur verið komið af heiti samsettu með Freyja, og að F r ö s-
m o s e, milli Sorö og Ringsted, getur verið samsett með Freyr.
Höf. gjörir samvizkusamlega grein fyrir ósamræmi og missögn-
um heimildarritanna. En þó er ekki laust við að honum só held-
ur gjarnt til að skeyta saman ósamkynja frásagnir f skipulega og
rökbundna heild. Svo er t. d. um missagnir Völuspár og Vaf-
þrúðnismála um ragnarök (á bls. 136). Róttara fyndist mér, að-
sýna fram á, hversu ólíkri meðferð almennar, alþýðlegar grundvall-
arhugmyndir sæta af skáldunum, er gefa ímyndunarafli sínu laus-
an tauminn. Af þessari tilhneigingu höfundarins stafar það líka,
er hann skýrir orðin »S ó 1 tér sortna« í Völuspá þannig
»hverfur, gleypt af úlfinu m«. Hér hefði þvert á mótl
þurft að benda á hversu höf. Völuspár leyfir sér að víkja við hinni
almennu hugmynd um hvarf sólarinnar eftir því sem honum
býður hugur um í þarfir listar sinnar.
Ýmsar smávegis efasemdir og mótbárur má þannig altaf tína
til. En slíkt eru hverfandi smámuuir í samanburði við hina miklu
yfirburði, er bókin ber með sér: nákvæma og víðtæka þekking og
vísindalega samvizkusemi, er með óbifandi festu vísar á bug öllu
því heilaspunamoldviðri, sem goðafræðisvísindin fara sízt varhluta
af. Fornritin og réttur skilningur þeirra er og verður þó alla daga
kjarninn í goðafræðisþekking vorri. Einnig á öðrum sviðum nor-