Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 41
Pereatið 1850.
265'
uppþot pilta standi í nánu sambandi yið þær stjórnmála-
hreyfingar, sem þá gengu yfir og stefndu að almennu frelsi
og jöfnuði, én þessar hreyfiDgar komi hér á landi aðal-
lega fram í lítilsvirðingu fyrir yfirvöldum landsins1), að
það mundi mælast illa fyrir úti um landið, og auka enm
meira á óánægju landsbúa með embættismannastéttina.
Þessar ástæður bera ekki vott um mikið sálarþrek, en
veigameiri eru þær ástæður, að það sé viðsjárvert að reka
marga tugi pilta út úr skólahúsinu og út í bæ, þar sem
þá var lítt mögulegt að fá húsnæði það sem eftir var
vetrarins, alveg •ómögulegt fyrir allan þorra þeirra að
komast heim til sín þá um háveturinn og ekkert til1
að borga mat sinn með, er þeir voru sviftir ölmusu. En
það sem sérstaklega má lá þeim, sem ráðherra líka sterk-
lega tekur fram í bréfi sínu 18. maí 1850, er það, að þau
eða sérstaklega biskup, sem naut verðugs almenns álits,-
og mátti sín mikils hjá sumum forsprökkunum og að-
standendum þeirra, reyndu ekki að beita persónulegum
áhrifum á pilta, og gefa þeim ákveðinn frest til að snúa
aftur til hlýðni undir skólaaga.
Með þessu er ekki verið að bera blak af atferli pilta,.
eða fegra málstað þeirra, en þeim má, auk þeirrar óeðli-
legu þvingunar, sem átti að beita við þá, hinnar æsandi
ræðu rektors, og aðgerðarleysis stiftsyfirvaldanna, virða
tii vorkunnar æsku þeirra flestra og þroskaleysi, svo og
þann frelsisanda, sem þá ríkti. Það virðist lítill vafi á
því, að með liprum og skynsamlegum fortölum góðra og
mikilsvirtra manna, eins og t. a. m. Helga biskups, hefði
mátt koma í veg fyrir að minsta kosti það agaleysi, seru
átti sér stað það sem eftir var vetrarins, og það ósæmi-
lega tilboð, að rektor héldi áfram að kenna, en léti af
skólastjórn.
Eins víst og það er, að piltár mundu aldrei hafa ráð-
ist í þetta stórræði, ef þeir hefðu eigi notið upphvatning-
*) fiér éiga stiftsyfirvöldin auðsjáanlega við norðnrreið Skagfirð-
inga að Grimi amtmanni á Friðriksgáfu vorið áður, sem fyr er minst á^