Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 36
260
Pereatið 1850.
hann var veikur um daginn, en þó ekki haldinn sár-
þjáður.
Þegar piltar komu í fylkingu að húsi rektors, þar er
hann sat á ráðstefnu með kennurunum, og honum var sagt
það, hélt hann að þeir væru komnir til að biðja sig fyrir-
gefningar, að því er Jón Thorarensen segir og Sigurður L.
Jónasson (Nýtt Kbl. 1913, bls. 202) og gekk þvi ut í dyrnar,
en þó honum hafi því mátt við bregða, er það snerist á
gagnstæðan veg, þá var hann þó svo stiltur, að hann
hneigði sig fyrir piltum, þegar þeir höfðu lokið pereatinu
og gengu á braut. Eftir þetta var auðvitað alt í reiðu-
leysi með kenslu og skólaaga. Um pereats h u g m y n d-
i n a sagði Steingrímur Thorsteinsson Jóhannesi kennara
Sigfússyni svo, að Olafur Gunnlaugsson1), sem útskrifaðist
úr Reykjavíkurskóla 1848, hafi áður verið í dönskum
skóla (Sóreyjarskóla), og hafi sagt skólapiltum ýmsar
sögur frá útlöndum, einkum Þýzkalandi um það, er piltar
hrópuðu pereat fyrir kennurum, er þeir vildu ekki hafa,
og hefði svo pereatshugmyndin fæðst og þroskast i skól-
anum samfara frelsishugmyndunum eftir 1848. Taldi hann
líklegt, að aldrei hefði lil pereats komið, ef þessi hug-
mynd hefði eigi verið þannig innflutt.
Eftir að rektor og kennarar höfðu samdægurs skýrt
stiftsyfirvöldunum frá pereatinu, gekk rektor ásamt hin-
um setta stiftamtmanni inn að Laugarnesi, þar sem biskup
bjó þá. Tóku þeir nú að yfirvega málefnið; segir rektor
að stiftsyfirvöldin hafi verið mjög í óvissu um, hvað gera
skyldi, því þau hafi verið hrædd við almenna uppreisn í
skólanum. Niðurstaðan varð þó sú, að þau skyldu ásamt
kennurunum koma upp í skóla kl. 9 morguninn eftir og
tala þar við piltana; gengu þeir stiftamtmaður svo inn í
bæ í rökkrinu, en síðar um kvöldið kom biskup til bæjar-
ins og átti lengi tal við rektor, »og lét honum í ljósi, að
stiftsyfirvöldin hefðu nú hætt við að eiga tal við uppreist-
arseggina, sumpart af því það væri óviðeigandi, sumpart,
að því er virtist, af ótta við nýtt pereat*.
') Dr. phil. og ritstjóri i Paris f 1894.