Skírnir - 01.08.1914, Page 73
Áhrif klaustranna á íslandi.
297
ar sinnar, »veraldlegura« jafnt og »andlegum«, og tóku
þátt í þeim. Þeir eru nefndir við mýmarga samninga, og
voru sífelt í einhverjum jarðakaupum, jarðaskiftum og
öðrurn »útréttingum« fyrir sig og klaustrin, Þeir voru
engan veginn svo lokaðir frá heiminum, að þeir gætu ekki
verið með í hverju, sem vera vildi, herferðum og öllu
slíku. Iðulega var talað um þá við orustur. En þeir
reyndu líka oft að stilla til friðar og firra vandræðum og
gengu milli manna í því skyni, eins og t. d. Vermundur
ábóti á Þingeyrum, Eyólfur Brandsson á Þverá, sem hvað
eftir annað reyndi að afstýra vandræðum, jafnvel með
valdi, Brandur Jónsson og Olafur Hjörleifsson að Helga-
felli. Allir þessir menn reyndu að létta vandræðum Sturl-
ungaaldarinnar, þótt lítið yrði ágengt. Löngu seinna
stöðvaði Helgi ábóti á Þingeyrum bardaga milli Jóns Ara-
sonar og Teits ríka í Grlaumbæ, að Sveinstöðum, með því
að ganga með fjölmenni á milli. Var slíkt þarft verk á
miklum ófriðaröldum, og ekki ólíklegt að ábótar hafi yfir-
leitt reynt að vinna að því, samkvæmt stöðu sinni.
Ekki sýnast klaustrin hafa haft mikla þýðingu sem
líknarstofnanir fyrir bágstadda eða griðastaðir fyrir lítil-
magna. Þó getur ekki hjá því farið að það hafi verið að
einhverju leyti, þó að vér vitum lítið um það. Og naum-
ast hefir verið í annað betra hús að venda fyrir þá, sem
athvarf þurftu. Katólska kirkjan lagði svo mikla áherzlu
einmitt á þetta atriði, eins og sjá má meðal annars á því,
að allar kirkjur voru griðastaðir, að klaustrin gátu ómögu-
lega orðið áhrifalaus í þessu efni með öðru móti, en bregð-
ast einum hluta ætlunarverks sins.
En klaustrin íslenzku fá óbeinlínis eina afarmikla þýð-
ingu, þó að ekki sé vert að gefa þeim sjálfum sök áþví.
En hún er í því fólgin, að klaustrin safna saman ógrynni
af jörðum, hátt á sjötta hundrað, er svo við siðaskiftin
lenda í höndum þess valdsins, er allra sízt skyldi, kon-
ungsvaldsins, sem þá er einmítt að brjóta landsmenn
algerlega á bak aftur. Með þessu verða klaustrin óbeinlínis
landinu og þjóðinni til stórtjóns og niðurdreps eins og alt