Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1914, Page 73

Skírnir - 01.08.1914, Page 73
Áhrif klaustranna á íslandi. 297 ar sinnar, »veraldlegura« jafnt og »andlegum«, og tóku þátt í þeim. Þeir eru nefndir við mýmarga samninga, og voru sífelt í einhverjum jarðakaupum, jarðaskiftum og öðrurn »útréttingum« fyrir sig og klaustrin, Þeir voru engan veginn svo lokaðir frá heiminum, að þeir gætu ekki verið með í hverju, sem vera vildi, herferðum og öllu slíku. Iðulega var talað um þá við orustur. En þeir reyndu líka oft að stilla til friðar og firra vandræðum og gengu milli manna í því skyni, eins og t. d. Vermundur ábóti á Þingeyrum, Eyólfur Brandsson á Þverá, sem hvað eftir annað reyndi að afstýra vandræðum, jafnvel með valdi, Brandur Jónsson og Olafur Hjörleifsson að Helga- felli. Allir þessir menn reyndu að létta vandræðum Sturl- ungaaldarinnar, þótt lítið yrði ágengt. Löngu seinna stöðvaði Helgi ábóti á Þingeyrum bardaga milli Jóns Ara- sonar og Teits ríka í Grlaumbæ, að Sveinstöðum, með því að ganga með fjölmenni á milli. Var slíkt þarft verk á miklum ófriðaröldum, og ekki ólíklegt að ábótar hafi yfir- leitt reynt að vinna að því, samkvæmt stöðu sinni. Ekki sýnast klaustrin hafa haft mikla þýðingu sem líknarstofnanir fyrir bágstadda eða griðastaðir fyrir lítil- magna. Þó getur ekki hjá því farið að það hafi verið að einhverju leyti, þó að vér vitum lítið um það. Og naum- ast hefir verið í annað betra hús að venda fyrir þá, sem athvarf þurftu. Katólska kirkjan lagði svo mikla áherzlu einmitt á þetta atriði, eins og sjá má meðal annars á því, að allar kirkjur voru griðastaðir, að klaustrin gátu ómögu- lega orðið áhrifalaus í þessu efni með öðru móti, en bregð- ast einum hluta ætlunarverks sins. En klaustrin íslenzku fá óbeinlínis eina afarmikla þýð- ingu, þó að ekki sé vert að gefa þeim sjálfum sök áþví. En hún er í því fólgin, að klaustrin safna saman ógrynni af jörðum, hátt á sjötta hundrað, er svo við siðaskiftin lenda í höndum þess valdsins, er allra sízt skyldi, kon- ungsvaldsins, sem þá er einmítt að brjóta landsmenn algerlega á bak aftur. Með þessu verða klaustrin óbeinlínis landinu og þjóðinni til stórtjóns og niðurdreps eins og alt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.