Skírnir - 01.08.1914, Page 51
Ihald og framsókn.
275
við hásætið, bæði heima og erlendis, og haft drottinvald
i nokkrar aldir yfir tveimur glæsilegustu mentastofnunum
í heiminum. Varla er sanngjarnt að ætlast til að þessir
sólskins-menn gangist fyrir mannfélagshreytingum, þar
sem alt væri að missa en ekkert fyrir þá að vinna, enda
hafa engir jafnaðardraumórar ásótt þessa stétt. Eg minn-
ist að hafa i borg einni á Englandi séð nokkur hundruð
unga aðalsmanna og auðmanna syni veitast að heims-
frægum þingskörungi úr neðri málsstofunni, er talaði um
atvinnuleysi og eymd fátæklinga í landinu, æpa að hon-
um í hálfa klukkustund og hrekja hann síðan úr ræðu-
stólnum svo að 40 lögregluþjónar gátu varla verndað
hann. Svo langt getur breytingaóttinn leitt menn, sem
annars eru mætavel siðaðir, er þeir þurfa að verja hin.
dýrmætu réttindi sín. — Næst aðalsmönnum ganga stór-
bændur, og eru þeir í flestum löndum kunnir fyrir íhalds-
semi, þótt eigi hafi þeir jafnmikils að gæta og aðallinn.
Þá koma embættismenn ríkjanna og fastir starfsmenn í
þjónustu auðugra félaga með öruggum launum er hækka
með aldrinum, og enda sem eftirlaun. Eðlilega binda slík
störf menn fast við stofnanir þær, er launin veita og ör-
yggið. Að ráðast á móti þeim, er sama og ráðast á sitt
eigið líf. Enn fremur er nám, daglegt líf og atvinna þess-
ara stétta betur lagað til að friða og spekja, heldur en
vekja ókyrð og breytingahug. Þessum mönnum fylgir að
málum skyldulið þeirra, sem vonlegt er, og ýmsir liðlétt-
ingar sem eiginlega eiga hvergi heima, nema, þar sem
beiningar fást; fylgja lausingjar þessir íhaldsliðinu eins og
mannvaður sá, sem flokkast á slóðir sigursælla herflokka
á ófriðartímum.
Dálítið öðruvísi verður lifsskoðun þeirra efnamanna,,
sem búa við óvissan gróða, er kemur og fer á bylgjum
og bárum eftir hygni og hepni eigandans. Svo er varið
ástæðum flestra meiriháttar iðnrekenda og kaupsýslumanna,,
og mætti nefna þá hálfbreytingagjarna í skoðunum. Að
vísu er þeim lífsnauðsyn að halda frumdráttum þjóðfélags-
ins óbreyttum, en þurfa þó svigrúm til gagnlegra breyt-
18*