Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1914, Page 2

Skírnir - 01.12.1914, Page 2
338 Hefir jörðin sál? huga hvort jörðin væri samskonar líkami og þeir er vér teljum gædda lífi og sál — athuga hvort jörðin og dýrin hefðu saman eðli í sumum hlutum. Þegar vér álykt- um að einhver vera hafi sál, þá er það af því, að gerfi hennar og hættir líkjast í sumum efnum gerfi og háttum sjálfra vor, eða annara vera er vér teljum gæddar sál. Slíkar ályktanir verða auðvitað aldrei annað en líkur, því vér getum ekki séð eða skynjað á annan hátt sálarlíf fyr- ir utan oss, en likurnar fara eftir því hve mörg líkingar- atriði vér finnum með þeim líkömum er vér berum sam- an og hvernig þeim líkingaratriðum er háttað. Atriðin sem formála-höfundurinn hefir fest sjónir á snerta blóðrás- ina, hárvöxtinn, græðingu og beinakerfi. En svo bendir hann á hve furðulega gömul jörðin sé og máttug í eðli, bvernig alt líf þess sem hrærist á jörðunni sé líf af henn- ar lífi. Hún sé móðir þess alls og eigi það alt. Ef eg tryði því að menn gætu orðið endurbornir, mundi eg geta þess til, aðlformála-höfundurinn hefði verið endurborinn í Gustav Theodor Fechner, hinum ágæta þýzka heimspeking og náttúrufræðing1). Fechner hefir í mörgum og merkilegum ritum varið þá skoðun, að jörðin væri lif- andi og hefði sál. Röksemdavopnin hefir hann af óþrjót- andi hugviti smíðað sér úr hverjum þeim málmi sem vís- indin áttu beztan til á hans dögum, og svo fimlega beitir hann þeim, að jafnan eru mörg á lofti í senn. Þó að framsetning mín verði svipur hjá sjón, skal eg nú reyna að gera nokkra grein fyrir kenningum Fechners um þessi efni, og býst eg við að einhverjum þyki gaman að sjá hve líkar þær eru hugleiðingum forferðra vorra. Fyrst er þá að gera sér ljóst, að jörðin með andrúms- loftinu sem hún er sveipuð í er ein samfeld efnisheild, með ákveðinni lögun og einkennilegu samstarfi allra sinna krafta. Hún felur í sér líkami vora og alla hluti sem henni fylgja; það er alt partar af líkama hennar. Þessi hugmynd er oss ekki eins töm og ætla mætti. Þegar vér ‘) Sjá „Skirnir11 1914, bls. 301—302.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.