Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1914, Page 8

Skírnir - 01.12.1914, Page 8
344 Hefir jörðin sál? af því hún er miklu óháðari umheiminum en þær. Ilún felur í sér flest það sem þær þurfa að fá að. Jörðin er eins og undursamlegt egg, sem sólin, hin mikla varphæna, hefir orpið og klakið út. Eitt af því sem einkennir lifandi verur er það, að engin þeirra er að öllu eins og önnur. En um jörðina og aðrar stjörnur má segja þetta með enn meiri sanni, því hver maður og hvert dýr á þó marga eðlisnafna, en hvar á jörðin, tunglið, Venus, Juppiter á sama hátt sinn líka? Hver .stjarna er einstök eins og staður hennar i geimnum. Forfeðrum vorum hefir þá ekki missýnst, að jörðin og dýrin hafa »saman eðli í sumum hlutum«, og jafnvíst er hitt ,að þau hljóta að vera ólík að hætti, af því jörðin er æðri vera en menn og dýr. Hún er ekki að eins stærri, heldur er líkamsgerð hennar alt öðruvísi, sem kemur af því hve stór hún er og hvernig þörfum hennar er háttað. Ijíkamsgerð hverrar veru sýnir þarfir hennar. Vér þurf- um fætur til gangs og hendur til grips, af því vér verðum að bera oss eftir þeirri björg sem vér höfum ekki i sjálf- um oss. Limir vorir bera þannig vott um að vér erum ófullkomnir, sjálfum oss ónógir.. Til hvers væru jörðunni fætur? Hún hefir ekki eftir neinu að hlaupa á föstum velli. Völlinn og fæturna hefir hún í sér. Til hvers væru henni hendur ? Hún þarf ekki að seilast eftir neinu fyrir utan sig, þúsund hendur seilast eftir þúsund hlutum á henni. Til hvers væri henni háls? Hún hefir ekkert höfuð til að snúa, hún snýst um sjálfa sig, og mennirnir á henni og höfuðin á mönnunum og augun í höfðunum snúast til að bæta upp í einstökum atriðum það sem ekki vinst með hreyfingu jarðarinnar í heild sinni. Til hvers væru jörðunni augu og nef? Hún finnur veg sinn án þeirra, og augun á öllum hennar dýrum vísa þeim veg um hana, og nefin á þeim nægja til að finna ilminn af blómum hennar. Af því að jörðin hefir þannig í sér það aem vér þurfum að sækja út fyrir oss, þá þurfti hún ekki limi eins og vér, og því er mynd hennar svo einföld og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.