Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1914, Síða 11

Skírnir - 01.12.1914, Síða 11
Hefir jörðin sál? 347 Heili mannsins sýnist ekki margbrotinn, þegar hann •er skoðaður lauslega með beru auga, enda héldu menn áður, að hann væri einskonar kælirúm blóðsins. Nánari athugun sýnir, að í heilanum eru hin margvíslegu líffæri líkamans tengd á óteljandi vegu, og að án heilans væru störf þeirra á tvisti og basti. Skoðun manna á þeim hluta jarðarlíkamans, er bindur alt lifandi saman, er nú álíka einfaldleg og skoðunin á heilanum áður; loft og jörð og haf er talið eins konar kælandi kökkur um heita líkami lifveranna, og þó sýnir nánari íhugun, að það er þetta sem tengir þær á óteljandi vegu. — Alt virðist þannig bera að sama brunni, að jörðin sé lifandi. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Menn- irnir hafa löngum kallað jörðina »móður«. Hvernig ætti dauð móðir að hafa alið lifandi afkvæmi? Vér brosum að villiþjóðunum, sem halda að mennirnir hafi upphaflega fæðst af steinum. En er það ótrúlegra að þeir hafl fæðst af mörgum smáum steinum, en hitt, að þeir hafi fæðst af einum stórum? Sé jörðin steindauð eins og flestir halda, hvaðan halda þeir þá að lífið og sálin sé komin í afkvæmi hennar ? Fechner lýsir fagurlega hvernig þessi móðir vor mundi vera ásýndum úr hæfilegri fjarlægð: Bjartur hnöttur, sem öðrumegin er himinblár og sólroðinn, en hinumegin spegl- ar í höfum sínum og vötnum alstirndan næturhimin, en á víxl við skuggsjá vatnanna löndin með óteljandi blæbrigð- um ljóss og skugga. Þar gæfi að líta eitt allsherjar lands- lag: alt hið yndislega, alt hið kyrláta, alt hið ægilega, alt hið dularfulla, alt hið eyðilega, alt hið bjarta, blómlega og brosandi, sem sjá má hér og þar í landslagi, væri þar sam- an komið. Andlitsmynd og landslags rynni þar saman í • eitt, því þetta landslag er andlit jarðar. Og í því lands- lagi eru ekki aðeins fjöll og skógar, heldur og menn. Andlitin á þeim eru drættir í andliti jarðar, og augu þeirra tindra milli daggardropanna sem lifandi gimsteinar. Mest bæri á græna litnum, en blátt loftið og skýin sveipa hana gagnsærri, léttri og mjúkri blæju, sem hún lætur vindana,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.