Skírnir - 01.12.1914, Qupperneq 11
Hefir jörðin sál?
347
Heili mannsins sýnist ekki margbrotinn, þegar hann
•er skoðaður lauslega með beru auga, enda héldu menn
áður, að hann væri einskonar kælirúm blóðsins. Nánari
athugun sýnir, að í heilanum eru hin margvíslegu líffæri
líkamans tengd á óteljandi vegu, og að án heilans væru
störf þeirra á tvisti og basti. Skoðun manna á þeim
hluta jarðarlíkamans, er bindur alt lifandi saman, er nú
álíka einfaldleg og skoðunin á heilanum áður; loft og
jörð og haf er talið eins konar kælandi kökkur um heita
líkami lifveranna, og þó sýnir nánari íhugun, að það er
þetta sem tengir þær á óteljandi vegu.
— Alt virðist þannig bera að sama brunni, að jörðin
sé lifandi. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Menn-
irnir hafa löngum kallað jörðina »móður«. Hvernig ætti
dauð móðir að hafa alið lifandi afkvæmi? Vér brosum að
villiþjóðunum, sem halda að mennirnir hafi upphaflega
fæðst af steinum. En er það ótrúlegra að þeir hafl fæðst
af mörgum smáum steinum, en hitt, að þeir hafi fæðst af
einum stórum? Sé jörðin steindauð eins og flestir halda,
hvaðan halda þeir þá að lífið og sálin sé komin í afkvæmi
hennar ?
Fechner lýsir fagurlega hvernig þessi móðir vor mundi
vera ásýndum úr hæfilegri fjarlægð: Bjartur hnöttur, sem
öðrumegin er himinblár og sólroðinn, en hinumegin spegl-
ar í höfum sínum og vötnum alstirndan næturhimin, en á
víxl við skuggsjá vatnanna löndin með óteljandi blæbrigð-
um ljóss og skugga. Þar gæfi að líta eitt allsherjar lands-
lag: alt hið yndislega, alt hið kyrláta, alt hið ægilega, alt
hið dularfulla, alt hið eyðilega, alt hið bjarta, blómlega og
brosandi, sem sjá má hér og þar í landslagi, væri þar sam-
an komið. Andlitsmynd og landslags rynni þar saman í
• eitt, því þetta landslag er andlit jarðar. Og í því lands-
lagi eru ekki aðeins fjöll og skógar, heldur og menn.
Andlitin á þeim eru drættir í andliti jarðar, og augu þeirra
tindra milli daggardropanna sem lifandi gimsteinar. Mest
bæri á græna litnum, en blátt loftið og skýin sveipa hana
gagnsærri, léttri og mjúkri blæju, sem hún lætur vindana,