Skírnir - 01.12.1914, Síða 16
Saga íslands.
(Nokkurskonar hugvekja).
Credo ego vos, judices, mirari, quid
sit quod, cum tot summi oratores homi-
nesque nohilissimi sedeant, ego potis-
simum surrexerim.........
Cicero.
I.
»Sögueyjan«, »söguþjóðin«, þessi orð láta þeir oft
klingja um Island og Islendinga, sem fátt vita um land
og þjóð. ísland er yfirleitt heiminum kunnast í þessu efni.
Einhver óljós orðrómur hefir breiðst út um þetta, að þessi
eyja þarna norðurfrá sé »ættarland sögu«. En meira en
orðrómur er það ekki víðast hvar.
Og þetta klingir ljúft í eyrum okkar, sem sjálf erum
synir og dætur söguþjóðarinnar. Við hugsum um Ara og
Sæmund og Sturlu og Snorra, já Snorra fyrst og fremst,
og svo allar gömlu sögurnar sem reyndar eru söguleg
skáldverk fyrst og fremst. Og ekki er kyn, þótt við mikl-
umst, og þyki nafnið ekkert ofnefni.
En hugsum okkur nú einhvern þennan orðabelg, sem
slær um sig og gasprar um sögueyjuna og söguþjóðina.
Hugsum okkur að hann vissi betur. Setjum svo að hann
vissi að engin boðleg íslandssaga er til! Setjum svo að
hann vissi, að söguþjóðin á eftir að skrá ýtarlega sögu
sögueyjarinnar sinnar! Skyldi honum ekki bregða í brún?
Skyldi ekki setja niður í honum, ef hann heyrði að sögu-
snillingarnir lifðu í fornöld, og að það eru fyrningar frá
12. og 13. öld, sem verið er enn að jórtra á? Þetta hef-