Skírnir - 01.12.1914, Síða 17
Saga IslandR.
353
ir löngum verið talið eitt af meinum okkar, hve mjög
okkur sýnist hætt við að lifa í fornöldinni, eða öllu held-
ur láta fornöldina lifa fyrir okkur. Eg veit nú ekki hvort
okkur hættir að sínu leyti mcir við þessu en öðrum þjóð-
um, sem eiga glæsilega fortíð og leggja rækt við minningu
hennar. En það gildir einu. Við gerum það um of.
Einn hlutur er viss: Okkur vantar boðlega íslands-
sögu. Arbækur Espólíns eru yflrgripsmestar. En íslands-
saga eru þær ekki. Þær ná ekki yfir alla söguna. Þær eru ekki
»í sögu formi«, hvað sem þær segja sjálfar, heldur eru þær
annáll. Þær eru orðnar gamlar og úreltar víða. Þær eru óað-
gengilegar. Þær eru dýrar og bráðum lítt fáanlegar. Enginn
gefur þær út aftur óbreyttar. Þær eru fádæma ruslakista
til þess að moða í, aðdáanlegt samsafn af fróðleik.
Svo eru nú öll »Agripin« — Þorkels Bjarnasonar,
Halldórs Briems og Boga Melsteds. Ber þar Þorkell höf-
uð og herðar yfir. Þá er »íslenzkt þjóðerni« Jóns Jóns-
sonar. Það er gott í sambandi við Þorkels ágrip. Annar
hefir beinagrindina, hinn holdið og blóðið.
Þá eru »Minningar feðra vorra« eftir Sigurð Þórólfs-
■son. Þær eru liprar og komast næst réttu. En það er
aðeins í áttina. Svo eigum við ýtarlegar sögur í einstök-
um greinum, svo sem kirkjusögu Finns hina latnesku,
bókmentasögu Finns Jónssonar (sú stærsta og bezta á
dönsku), réttarsögu Einars Arnórssonar og eg man ekki
ihvað og hvað, enda koma þær ekki þessu máli við. Þær
eru aðeins góðir þræðir fyrir þann sem vefa kann.
Betur má ef duga skal. Skólarnir, einkum hinir lægri,
geta baslast við »ágripin«. En okkur vantar íslands- eða
Islendingasögu, ýtarlega, visandalega, stóra, skemtilega,
læsilega. Okkur vantar sögu, sem þjóðin hafi yndi af að
'lesa, sögu, sem öllum sé til ánægju, gagns og sóma.
II.
Hvernig eigum vér nú að koma upp svona Islands-
sögu? Það er vandamálið.
23