Skírnir - 01.12.1914, Page 23
Hræðan.
(Saga).
Eg sat og keptist við að skrifa. Eg þurfti að ljúka
við það um kveldið, liafði því aflokað hurðinni og var
staðráðinn í því að hleypa engum inn.
En ekki leið á löngu fyr en eg heyrði að einhver var
að koma upp stigann. Hann fór hægt og gætilega, dragn-
aðist tröppu af tröppu. Eg bað hamingjuna að gefa
að hann ætlaði ekki til mín — hver sem hann var. En
öll skrift var komin út um þúfur hjá mér meðan á þessu
stóð.
Eg hallaði mér aftur á bak í stólnum og beið þangað
til hann barði — hjá mér.
»Gerið svo vel«! kallaði eg hálfönugur, en mundi þá
eftir að lokað var, stóð upp og opnaði hurðina.
Inn kom Þorlákur Þórðarson, og fór sér hægt og ró-
lega. Hann heilsaði mér með handabandi, rétt eins og
við hefðum ekki sést langa lengi. Svo tók hann klút upp
úr vasa sínum og snýtti sér. Hrúgur af snjó lágu ágólf-
inu eftir hann.
»Fáðu þér sæti«, sagði eg og hélt áfram að skrifa.
Þorlákur settist, hægt og varlega, eins og hann væri
að reyna hvort stóllinn þyldi þunga sinn. Hann mjakaði
sér til í stólnum og dæsti. Svo tók hann bók af borðinu
og fór að blaða í henni.
»Bölvaður dóninn«, hugsaði eg með mér. »Nú óhreink-
,ar hann fyrir mér bókina«.
Við og við gaut hann til mín augunum. Eg lauk við